Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi hf. stefna að sameiningu.
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi hf. stefna að sameiningu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félögin sendu frá sér nú í kvöld. Þar segir m.a. að forsvarsmenn félaganna tveggja séu sammála um að mörg tækifæri séu fólgin í sameiningu þeirra, meðal annars til sóknarfæra og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar.

Þar segir jafnframt að heildaraflahlutdeild sameinaðs félags verði tæplega 8% af úthlutuðu aflamarki. Samanlögð velta félaganna var um 28 milljarðar króna á árinu 2021.

„Sameinað fyrirtæki verður betur í stakk búið til að takast á við áskoranir og tækifæri í rekstri og styrkir samkeppnisstöðu þess á alþjóðlegum mörkuðum. Stjórnir félaganna eru sammála um að stefnt skuli að því að skrá sameinað félag, Ísfélagið hf., á hlutabréfamarkað sem veitir tækifæri til frekari vaxtar,“ segir í tilkynningunni.

Reka samtals ellefu skip

Ísfélag Vestmannaeyja hf. gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðju á báðum stöðum.

Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð. Dótturfélög Ramma hf. eru sjávarlíftæknifélagið Primex hf., sem rekur kítósanverksmiðju á Siglufirði og Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyrirtæki Ramma í Bretlandi.

Stærstu hluthafar sameinaðs félags verða: ÍV fjárfestingarfélag ehf., Marteinn Haraldsson ehf., Gunnar Sigvaldason, Svavar Berg Magnússon og munu fara með samtals 83%.

Ráðgert er að Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., stýri hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum og Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf., verði aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð.

Skrifað er undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafunda félaganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 574,38 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Háey II ÞH 275 Lína
Þorskur 3.085 kg
Ýsa 563 kg
Keila 42 kg
Steinbítur 32 kg
Samtals 3.722 kg
8.11.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 3.953 kg
Þorskur 1.123 kg
Samtals 5.076 kg
8.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 3.592 kg
Þorskur 252 kg
Steinbítur 98 kg
Langa 40 kg
Hlýri 9 kg
Karfi 6 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 574,38 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 507,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 335,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 186,62 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 247,18 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Háey II ÞH 275 Lína
Þorskur 3.085 kg
Ýsa 563 kg
Keila 42 kg
Steinbítur 32 kg
Samtals 3.722 kg
8.11.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 3.953 kg
Þorskur 1.123 kg
Samtals 5.076 kg
8.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 3.592 kg
Þorskur 252 kg
Steinbítur 98 kg
Langa 40 kg
Hlýri 9 kg
Karfi 6 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »