Stefán og Guðmundur til Landeldis

Landeldi hf. hefur hafið byggingu 33 þúsund tonna leaxeldisstöðvar skammt …
Landeldi hf. hefur hafið byggingu 33 þúsund tonna leaxeldisstöðvar skammt frá Þorlákshöfn. Mynd/Landeldi hf.

Guðmundur Þórðarson og Stefán Sigurðsson hafa verið ráðnir yfir framkvæmdasvið Landeldis hf. en þeir koma báðir frá fyrirtækinu Leonard Nilsen & Sønner í Noregi þar sem þeir hafa stýrt viðamiklum verkefnum á sviði jarðgangagerðar síðastliðin ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landeldi hf. en fyrirtækið stefnir að framleiðslu 33.500 tonna af laxi í nýrri landeldisstöð sem er í byggingu vestan við Þorlákshöfn.

Stefán Sigurðsson og Guðmundur Þórðarson hafa báðir hafið störf.
Stefán Sigurðsson og Guðmundur Þórðarson hafa báðir hafið störf. Samsett mynd/Landeldi

Í tilkynningunni segir að Guðmundur sé húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur frá Horsens Ingeniørhøjskole í Danmörku. Hann hefur stýrt fjölda umfangsmikilla verkefna í gegnum tíðina sem eru mörg hver sérhæfð, þar á meðal stækkun álverksmiðju ÍSAL, byggingu fóðurverksmiðju fyrir lax í Noregi, jarðgangagerð, byggt virkjanir á Íslandi og Grænlandi ásamt fjölda annara verkefna.

Stefán er byggingaverkfræðingur frá Danmarks Tekniske Universitet ásamt því að vera byggingatæknifræðingur og húsasmiður. Hann hefur einnig stýrt fjölda verkefna m.a. jarðgangagerð í Noregi, við fiskvinnsluhús á Dalvík, útlögn á fráveitulögn frá landi og út í sjó við Grindavík og fjöldi annara verkefna.

„Við Stefán Sigurðsson höfum fylgst með utan frá hvernig Landeldi í Þorlákshöfn hefur þróast. Við höfum heillast af verkefninu, bæði stærð verkefnisins og jákvæðri þýðingu þess. Verkefnið er umfangsmikið og telur uppbyggingarsvæðið um 33 ha í Þorlákshöfn. Við erum fullir tilhlökkunar og fram undan eru mjög áhugaverðir og spennandi tímar“ er haft eftir Guðmundi.

Guðmundur og Stefán hófu báðir störf hjá Landeldi 1. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka