Átta samstæður með yfir 60% kvótans

Átta samstæður í sjávarútvegi fara með yfir 60% af úthlutuðum …
Átta samstæður í sjávarútvegi fara með yfir 60% af úthlutuðum þorskígildum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta stærstu sam­stæðurn­ar (móður­fé­lög með til­heyr­andi dótt­ur­fé­lög­um) í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi eru – ef gert er ráð fyr­ir samruna Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Ramma – með rúm 60% af út­hlutuðum þorskí­gild­um. Hins­veg­ar er aðeins eitt fé­lag búið að ná lög­bund­inni 12% há­marks­hlut­deild í heild­arkvóta og er það Síld­ar­vinnsl­an, en Brim er þétt á eft­ir með 11,41%

Þetta má lesa úr sam­an­tekt Fiski­stofu um stöðu hlut­deild ís­lenskra fiski­skipa í kvóta­bundn­um nytja­stofn­um.

Há­marks­hlut­deild eða svo­kallað kvótaþak er einnig til fyr­ir ólík­ar teg­und­ir og nem­ur það 12% fyr­ir þorsk en 20% fyr­ir ýsu, ufsa, síld og loðnu. Eng­in sam­stæða er með há­marks­hlut­deild í þorski, ýsu, ufsa eða síld, en Skinn­ey-Þinga­nes er ná­lægt kvótaþak­inu í síld með 18,97% og Brim er ná­lægt því í ufsa með 19,79%.

Eins og 200 míl­ur hafa greint frá mun nýtt sam­einað fé­lag Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Ramma fara sam­an­lagt með 20,64% hlut­deild í loðnu sem er 0,64% um­fram lög­bundna há­marks­hlut­deild.

Þá sést að þessi átta fyr­ir­tæki eru með 52% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um í þorski, tæp 56% afla­heim­ilda í ýsu og rúm 67% afla­heim­ilda í ufsa. Af þess­um átta sam­stæðum í sjáv­ar­út­vegi eru sex með síld­ar- og loðnu­kvóta en þau fara með rúm 85% af síld­arkvót­an­um og tæp 81% af loðnu­kvót­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka