Gáfu snjallsiglingatæki í Þór

Snjallsiglingakerfinu Hefring Marine hefur verið komið fyrir í björgunarskipinu Þór …
Snjallsiglingakerfinu Hefring Marine hefur verið komið fyrir í björgunarskipinu Þór Merking:

Íslenska snjallsiglingakerfinu Hefring Marine frá nýsköpunarfyrirtækinu Hefring ehf. hefur verið komið fyrir í björgunarskipinu Þór í Vestmannaeyjum. TM færði nýverið Slysavarnafélaginu Landsbjörg kerfið að gjöf, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þór er fyrsta björgunarskipið sinnar tegundar hér á landi en samið hefur verið um smíði tveggja til viðbótar sem liður í endurnýjun björgunarskipaflotans. Snjallsiglingakerfið aðstoðar við stjórn björgunarskipsins m.a. með ráðum um hraða og stefnu með tilliti til veðurs og sjólags.

„Við höfum fylgst með og verið til ráðgjafar við þróun á snjallsiglingarkerfinu frá því snemma í þróunarferlinu, þar með talið að nota kerfið til þjálfunar,“ segir Örn Smárason, verkefnisstjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörg, í tilkynningunni.

„Skipstjórnendur félagsins munu þurfa þjálfun á þessi nýju skip þar sem hámarkshraði þeirra er 25 hnútar, sem telst háhraðasigling, en hámarkshraði gömlu björgunarskipanna er 16-18 hnútar. Það er því sérstaklega mikilvægt að eiga upplýsingar um áhættu sem fylgir háhraðasiglingu en kerfi Hefring Marine veitir þessar upplýsingar í rauntíma. Þá þarf einnig að sinna þjálfun nýliða sem bætast í hópinn en tryggja þarf öryggi þeirra og annara áhafnarmeðlima á sama tíma og gæta þarf þess að nýju björgunarskipin fái rétta meðhöndlun,“ útskýrir hann.

„TM hefur fylgst vel með þróun á Hefring Marine snjallsiglingarkerfinu frá því að hugmyndin kom upp, stutt þróun þess, ásamt því að veita fyrirtækinu ráðgjöf á rannsóknarstigum. Þá höfum við einnig haft milligöngu um að koma kerfinu til notenda. Við teljum snjallsiglingarkerfið frá fyrirtækinu einstakt á heimsvísu og um leið og við vekjum athygli á þeirri þróun sem á sér stað hjá nýsköpunarfyrirtækinu Hefring ehf. er það okkur sönn ánægja að styðja við það frábæra starf sem Landsbjörg sinnir,“ segir Methúsalem Hilmarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá TM.

Þegar víða í notkun

„Hefring Marine snjallsiglingarkefið er í notkun hjá fjölmörgum útgerðum og rekstraraðilum skipa sem stunda háhraðasiglingu víða um heim svo sem hjá norska og sænska sjóbjörgunarsambandinu svo dæmi séu nefnd,“ segir Karl Birgir Björnsson, forstjóri Hefring ehf.

Hann segir jafnframt að upphaflegt markmið með þróun kerfisins hafi verið að auka öryggi sjófarenda sérstaklega í ljósi þess að 96% slysa á sjó megi rekja til mannlegra mistaka.

„Síðustu misseri hefur gervigreind sem stýrir snjallsiglingarkerfinu leitt af sér enn frekari þróun en með greiningu á gögnum sem kerfið hefur safnað er unnt, með því að aðlaga hraða og stefnu, að draga úr eldsneytiseyðslu og kolefnislosun um allt að 20%. Kerfið getur því aukið hagkvæmni útgerðar og sparað atvinnunotendum, líkt og Landsbjörg, töluverðan eldsneytiskostnað á sama tíma og dregið er úr umhverfisáhrifum,“ segir Karl Birgir.

Þór er fyrsta björgunarskipið af þremur sem smíðuð verða fyrir …
Þór er fyrsta björgunarskipið af þremur sem smíðuð verða fyrir Landsbjörg. Ljósmynd/Hefring
Kerfið veitir ráðgjöf um hagkvæmustu siglinguna eftir aðstæðum.
Kerfið veitir ráðgjöf um hagkvæmustu siglinguna eftir aðstæðum. Ljósmynd/Hefring
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka