Mikill samdráttur í heildarafla íslenskra skipa

HEildarafli íslenskra fiskiskipa var 22% minni á síðasta ári en …
HEildarafli íslenskra fiskiskipa var 22% minni á síðasta ári en árið 2021. mbl.is/ses

Heildarafli íslenskra fiskiskipa janúar til desember árið 2022 nam 1.417 þúsund tonnum sem er 22% aukning frá árinu á undan. Augljóst er að hina miklu aukningu megi rekja til óvenju stórrar loðnuvertíðar en aflinn í fyrra nam 449.933 tonnum sem er 207% meira en árið á undan, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Nánast engin breyting varð í síld eða kolmunna, en lítilvægur samdráttur varð í makrílafla.

Þá sést að botnfiskafli nam 434.270 tonnum sem er 8% minna en árið á undan. Samdráttinn má að mestu rekja til tæp 30 þúsund tonna samdrátt í þorskafla og 11 þúsund tonn samdrátt í karfa.

Árið 2022 nam flatfiskaflinn 21.502 tonnum sem er 13% samdráttur frá árinu á undan.

Veiðar dragast verulega saman

Í desember síðastliðnum var heildarafli íslenska fiskiskipaflotans 48.264 tonn sem er 62% minna en í sama mánuði árið á undan.

Vissulega má rekja töluvert af samdrættinum til minni loðnukvóta sem hefur gert það að verkum að útgerðir hafa frestað veiðum til að ná verðmætustu loðnunni fram yfir áramót. Það eitt og sér er þó ekki eina skýringin þar sem umtalsverður samdráttur hefur einnig orðið í þorski, ufsa og karfa. Aflatölurnar gefa því merki um að útgerðir eru búnar að draga verulega saman seglin í takti við samdrátt í úthlutuðum aflaheimildum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla.

Fjölda skipa hefur verið lagt undanfarna mánuði, meðal annars Harðbaki EA, Brynjólfi VE og Stefni ÍS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,28 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,60 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,14 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg
21.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 920 kg
Samtals 920 kg
21.11.24 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 87 kg
Ýsa 12 kg
Sandkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 104 kg
21.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 7.558 kg
Samtals 7.558 kg
21.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.690 kg
Samtals 7.690 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,28 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,60 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,14 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg
21.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 920 kg
Samtals 920 kg
21.11.24 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 87 kg
Ýsa 12 kg
Sandkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 104 kg
21.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 7.558 kg
Samtals 7.558 kg
21.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.690 kg
Samtals 7.690 kg

Skoða allar landanir »