Öll kvótaviðskipti verði háð skráningu

Lagt er til að breytt verði skilgreiningin á tengdum aðilum …
Lagt er til að breytt verði skilgreiningin á tengdum aðilum í sjávarútvegi og að öll kvótaviðskipti verði háð skráningi í opinn gagnagrunn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öll viðskipti með aflaheimildir ættu að vera háð skráningu í opinn gagnagrunn og ættu útgerðir að vera hvattar til þess að skrá sig á markað. Jafnframt ættu tekjur og framlegð sundurliðuð í reikningsskilum eftir tegundum ef útgerð veiðir fleiri en eina.

Þetta er meðal bráðabirgðatillagna starfshópa stefnumótunarverkefnisins „Auðlindin okkar“ sem birtar voru á vef Matvælaráðuneytisins í gær.

Eins og fram kom í umfjöllun 200 mílna við birtinguna er lagt til að aflamarkskerfið verði viðhaldið við stjórn fiskveiða en samhliða þeirri tillögu eru lagðar til fjölda breytinga á núverandi umgjörð. Starfshóparnir hafa skilað 60 bráðabirgðatillögum, en vinna þeirra er hálfnuð.

Kortlagning eignarhalds

„Gagnsæi um nýtingu á auðlindinni þarf að vera tryggt og er liður í að skapa traust. Gagnsæi þeirra sem nýta auðlindina er ábótavant t.d. varðandi eignarhald,“ segir í kynningu á bráðabirgðatillögum starfshópanna.

Leggja starfshóparnir til að tekin verði upp bætt miðlun rauntímaupplýsinga til stjórnvalda um eignarhald útgerða, svo og eigna- og stjórnunartengsl milli þeirra. Einnig að upplýsingar verði færðar í rafrænan gagnagrunn stjórnvalda og að samstarf stofnana á þessu sviði verði eflt.

Önnur viðmið um kvótaþak og tengda aðila

„Ágreiningur ríkir um viðmið laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 varðandi skilgreiningu tengdra aðila. Kvótaþaksreglurnar byggja á þröngri skilgreiningu á tengdum aðilum, miðað við meirihlutaeign eða yfirráð í félagi,“ segir í kynningu á bráðabirgðatillögum starfshópanna

Gildandi fyrirkomulag samkvæmt 13. grein laga um stjórn fiskveiða gengur út á að aðili má að hámarki fara með 12% af úthlutuðum aflaheimildum umreiknað í þorskígildi. Auk þess er skilgreind hámarkshlutdeild fyrir einstakar tegundir svo sem 12% í þorski, 20% í ýsu, ufsa, karfa, grálúðu, síld, loðnu og úthafsrækju. Aðeins eru lagðar heimildir mismunandi félaga reiknaðar saman fari eitt félag með yfir 50% hlut í öðru.

Þá segir í kynningunni að vafi hafi skapast „um hvenær tengsl milli útgerða eru slík að þær teljist tengdir aðilar gagnvart kvótaþaki. Álitaefni er hvort kvótaþaksreglurnar nái tilgangi sínum óbreyttar eða þarfnist endurskoðunar.“ Lagt er til að skilgreining á tengdum aðilum vegna kvótaþaks verði samræmt því sem gildir á öðrum sviðum efnahagskerfisins, samhliða því að gera ríkari kröfu um upplýsingaskyldu til þeirra sem njóta nýtingarréttar.

Lagt er til að tekin verði upp önnur viðmið um hámarkshlutdeild og tengda aðila í sjávarútvegi. „Hægt væri að breyta 13. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 er varðar hámarksaflahlutdeild og falla frá þorskígildisviðmiði varðandi heildarkvótaþak og taka uppviðmið um hámarksaflahlutdeild í hverri tegund fyrir sig.“

„Stjórnvöld verða að hafa yfirsýn yfir eigendur útgerða og eigna- og stjórnunartengsl milli þeirra sem er forsenda þess að reglur um kvótaþak nái markmiðum sínum,“ segir í kynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 536,74 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 561,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,01 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.542 kg
Ufsi 289 kg
Ýsa 205 kg
Karfi 93 kg
Skarkoli 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.138 kg
22.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 3.071 kg
Samtals 3.071 kg
22.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.731 kg
Þorskur 372 kg
Keila 22 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.130 kg
22.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 485 kg
Karfi 140 kg
Ýsa 90 kg
Ufsi 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 724 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 536,74 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 561,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,01 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.542 kg
Ufsi 289 kg
Ýsa 205 kg
Karfi 93 kg
Skarkoli 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.138 kg
22.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 3.071 kg
Samtals 3.071 kg
22.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.731 kg
Þorskur 372 kg
Keila 22 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.130 kg
22.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 485 kg
Karfi 140 kg
Ýsa 90 kg
Ufsi 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 724 kg

Skoða allar landanir »