Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda hefur mikla ókosti í för með sér og þarf að hækka gjaldið og einfalda útreikninga. Sé það ekki fýsilegur kostur ætti að taka upp árlega fyrningu aflaheimilda.
Þetta er meðal bráðabirgðatillagna starfshópa stefnumótunarverkefnisins „Auðlindin okkar“ sem birtar voru á þriðjudag á vef Matvælaráðuneytisins. Vakin er þó athygli á í kynningu tillagnanna að starfshópar hafa ekki lokið skoðun sinni á auðlindarentu og auðlindagjaldi.
Í kynningu tillagnanna segir „veiðigjaldið hefur þá kosti að það er tengt afkomu útgerðar og framkvæmdin er einföld fyrir framkvæmdaaðila (Skattinn) en þó hefur veiðigjaldið ýmsa ókosti.“
Fullyrt er að útreikningar auðlindagjalds séu „ógagnsæir og flóknir“, byggja á upplýsingum úr rekstri fortíðar og er talið erfitt að ákvarða rétt verð í útreikningum. Jafnframt er talið að heimildir um meðferð afskrifta séu ógagnsæjar, að ólíkar virðiskeðjur flækja útreikninga og að ríki óvissa hjá fyrirtækjum um upphæð álagðs auðlindagjalds á hverjum tíma.
Þá telja starfshóparnir að „hækkun veiðigjalds kynni að leiða til meiri sáttar um sjávarútveg en jafnframt verður að gæta að samkeppnishæfni útgerða á alþjóðlegum mörkuðum.“ Sem fyrr segir að þessi angi tillagnanna er enn til skoðunar og kunna tillögurnar að taka breytingum.
Talið er að einfaldur og gagnsær útreikningur og álagning veiðigjalds geti það aukið sátt um fyrirkomulagið. Lagt er til að veiðigjald verði ákveðið með reglubundnum hætti sem kr./kg hverrar tegundar og innheimt við löndun og er viðrað hugmyndum um að ákvörðun veiðigjalds gæti verið tekin með svipuðu sniði og ákvörðun skiptaverðs og tekur mið af afkomu sjávarútvegs á hverjum tíma.
Tillaga 46 í kynningarskjalinu ber fyrirsögnina „taka upp fyrningarleið“ en í því felst að allar aflahlutdeildir um fastan hundraðshluta á ári fyrnist, „en með því er komið á festu um varanleika hlutdeildanna um leið og umráðaréttur þjóðarinnar yfir auðlindinni er skýrt skilgreindur,“ segir í kynningunni.
Gert er ráð fyrir því, að fyrndar aflahlutdeildir verði seldar jafnóðum aftur á markaði eða á uppboði og segir að með þessum „tímabundna en skýra afnotarétti sem í þessu felst er greitt fyrir því, að handhafar aflahlutdeilda geti farið með þær sem óbein eignarréttindi, t.d. varðandi framsal og veðsetningu.“
Starfshóparnir setja þó þann fyrirvara að rannsaka þurfi áhrif upptöku fyrningaleiðar vandlega.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.11.24 | 570,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.11.24 | 583,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.11.24 | 361,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.11.24 | 377,14 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.11.24 | 304,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.11.24 | 317,50 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.11.24 | 352,61 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
12.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 147 kg |
Keila | 146 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 489 kg |
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 802 kg |
Ýsa | 537 kg |
Skarkoli | 260 kg |
Sandkoli | 45 kg |
Samtals | 1.644 kg |
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 310 kg |
Ýsa | 170 kg |
Ufsi | 35 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 521 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.11.24 | 570,75 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.11.24 | 583,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.11.24 | 361,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.11.24 | 377,14 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.11.24 | 304,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.11.24 | 317,50 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.11.24 | 352,61 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
12.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 147 kg |
Keila | 146 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 489 kg |
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 802 kg |
Ýsa | 537 kg |
Skarkoli | 260 kg |
Sandkoli | 45 kg |
Samtals | 1.644 kg |
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 310 kg |
Ýsa | 170 kg |
Ufsi | 35 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 521 kg |