Von á adrenalíni á undanþágu

Lyfjastofnun upplýsir að von sé á adrenalínpennum næstu daga. Ný …
Lyfjastofnun upplýsir að von sé á adrenalínpennum næstu daga. Ný reglugerð gerir ráð fyrir að slíkir pennar séu um borð í öllum bátum og skipum. mbl.is/Hjörtur

„Á íslenskum markaði eru til tvö sérlyf fyrir adrenalín penna með markaðsleyfi, EpiPen og Jext. Þessi lyf eru bæði í skorti í dag, en von er á undanþágulyfi til landsins á næstu dögum,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn blaðamanns um skort á adrenalínpennum.

Reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum sem sett var af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra 28. nóvember síðastliðinn gerir ráð fyrir að slíkir pennar séu um borð í 2.240 sjóförum, þar á meðal í 1.917 bátum sem eru minni en 15 metrar að lengd.

Samgöngustofa upplýsir í Morgunblaðinu í dag að lyfjafræðingar hafi vakið athygli stofnunarinnar á að því að „hugsanlega sé þessu lyfi ofaukið fyrir minni skip og Samgöngustofa hefur komið ábendingum þess efnis til ráðuneytisins, sem er að skoða málið“.

Eina lyfið sem skortur er á

Í umræddri reglugerð er krafist að um borð í sjóförum séu lyfjakistur sem innihalda fjölda lyfja og lækningatækja sem ítarlega er útlistað í viðauka reglugerðarinnar. Lyfjakisturnar þurfa að standast árlega úttekt og skal eftirlitið framkvæmt af starfandi lyfjafræðingi eða lækni að beiðni útgerðarmanns, öryggisstjóra eða skipstjóra.

Fram kemur í svari Lyfjastofnunar að geymsluþol EpiPen og Jext (adrenalínpenna) er „22-24 mánuðir frá framleiðsludagsetningu, þó má búast við því að lyfið hafi styttri fyrningu þegar það er afgreitt úr apóteki.“ Á þeim grundvelli gæti hæglega farið svo að festa þurfi kaup á nýjum penna árlega til að lyfjakistur standist kröfur reglugerðarinnar.

Í ljósi skorts á adrenalínpennum var Lyfjastofnun spurð hvort skortur sé á eitthvað af þeim fjölda lyfja sem upp eru talin í viðauka reglugerðarinnar. „Önnur skráð lyf sem fram koma í reglugerðinni eru ekki í lyfjaskorti,“ segir í svarinu.

Kom ekki að lyfjaskrá

Var átt samráð við lyfjastofnun við mótun þeirra krafna sem gerðar eru um einstök lyf í íslenskum skipum?

„Innviðaráðuneytið og Samgöngustofa óskuðu eftir aðkomu Lyfjastofnunar við yfirferð á drögum að reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum í febrúar á sl. ári. Lyfjastofnun skilaði inn athugasemdum við ákvæði reglugerðarinnar í lok febrúar á sl. ári,“ segir í svarinu.

„Lyfjastofnun hafði ekki aðkomu að yfirferð að lyfjaskrá reglugerðarinnar. Stofnunin benti Innviðaráðuneytinu og Samgöngustofu á að yfirferð á lyfjaskrá um borð í skipum á sjó væri ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Lyfjastofnunar. Lyfjastofnun vísaði Innviðaráðuneytinu og Samgöngustofu á að til væru sjálfstætt starfandi lyfjafræðingar sem veita þjónustu á ýmsum sviðum lyfjafræðinnar til fyrirtækja og stofnanna sem gætu tekið slíkt verkefni að sér, ef sú þekking væri ekki til staðar hjá Samgöngustofu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 540,48 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 345,84 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Petra ÓF 88 Lína
Þorskur 1.884 kg
Ýsa 1.642 kg
Steinbítur 632 kg
Samtals 4.158 kg
23.7.24 Hulda GK 17 Línutrekt
Þorskur 976 kg
Steinbítur 514 kg
Ýsa 410 kg
Sandkoli 13 kg
Skarkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Langa 1 kg
Samtals 1.925 kg
23.7.24 Andri SH 450 Grásleppunet
Grásleppa 477 kg
Samtals 477 kg
23.7.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Ufsi 129 kg
Ýsa 86 kg
Samtals 215 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 540,48 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 345,84 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Petra ÓF 88 Lína
Þorskur 1.884 kg
Ýsa 1.642 kg
Steinbítur 632 kg
Samtals 4.158 kg
23.7.24 Hulda GK 17 Línutrekt
Þorskur 976 kg
Steinbítur 514 kg
Ýsa 410 kg
Sandkoli 13 kg
Skarkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Langa 1 kg
Samtals 1.925 kg
23.7.24 Andri SH 450 Grásleppunet
Grásleppa 477 kg
Samtals 477 kg
23.7.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Ufsi 129 kg
Ýsa 86 kg
Samtals 215 kg

Skoða allar landanir »