Auknar heimildir til strandveiða og sveigjanleiki

Í vinnu við gerð nýrrar stefnu í sjávarútvegsmálum er lagt …
Í vinnu við gerð nýrrar stefnu í sjávarútvegsmálum er lagt til að strandveiðaranr taki nokkrum breytingum og að markmiðið með kerfinu verði betur skilgreint og árangruinn mældur. mbl.is/Eggert

Opnað er á leiðir til að tryggja strandveiðum auknar aflaheimildir og sveigjanlegri skilyrði strandveiðisjómanna til sjósóknar í bráðabirgðatillögum starfshópa sem hafa unnið að mótun nýrrar sjávarútvegsstefnu.

Tillögurnar voru kynntar fyrr í vikunni en vinna hópanna er þó aðeins hálfnuð og á eftir að vinna nánar að útfærslu tillagnanna.

„Hvert er markmið strandveiða?,“ er spurt í kynningu bráðabirgðatillagna starfshópanna. Vakin er athygli á að markmið strandveiðikerfisins geta verið af ólíkum toga og er meðal annars bent á almennan aðgang að auðlindinni, þjóna nýliðum sem vilja leggja fiskveiðar fyrir sig, auka líf í höfnum um allt land og örva atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum.

Leggja starfshóparnir til að markmið strandveiða verði skerpt og endurskoðað. Jafnframt að mat verði lagt á árangur ólíkra markmiða sem hægt er að stefna að með kerfi af þessum toga.

Þegar markmiðin liggja fyrir er þörf á að rannsaka og mæla árangur ólíkra markmiða sem strandveiðikerfi getur þjónað, að mati starfshópanna. Þá þurfi í kjölfarið að velja meginmarkmið og fínstilla standveiðikerfið til að ná því.

Aflaheimildir úr 5,3% kerfinu

Telja starfshóparnir að skoða þurfi að „afnema almennan byggðakvóta og bæta honum við þá hlutdeild sem fer í sértæka byggðakvóta og/eða strandveiðar.“ Auk þess sem endurskoða þurfi skel- og rækjubætur sem og línuívilnun, jafnvel afnema þessi réttindi og bæta þeim við þá hlutdeild sem fer í sértæka byggðakvóta og/eða strandveiðar.

Svipaðar tillögur hafa verið viðraðar meðal annars af Strandveiðifélagi Íslands í tilefni þess að aflaheimildir sem ætlaðar voru veiðunum síðasta sumar voru skertar í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla.

Hraði orkuskiptum

„Setja þarf fram lausnir sem miða að því að hvetja til grænni rekstrar en sem dæmi má nefna að fyrirkomulag strandveiða í dag hvetur ekki til orkusparnaðar með þröngum tímaramma til veiða,“ segir í kynningunni.

Er þess vegna lagt til að við breytingar á strandveiðikerfinu verði sérstaklega hugað að fyrirkomulagi sem hámarkar orkunýtingu. Fullyrt er að 14 klukkustunda úthaldstakmörkun, eins og er í gildandi fyrirkomulagi, vinni gegn slíkum markmiðum.

Jafnframt er lögð áhersla á að fundnar verði leiðir að hvötum sem geta hraðað orkuskiptum, en Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kynnti síðastliðið sumar áform um tvö lagafrumvörp þess efnis. Lagði hún til að heimila rafknúnum bátum að stunda strandveiðar sem og að heimila stærri báta í krókaaflamarkskerfinu séu þeir knúnir vistvænum orkugjöfum.

Áhyggjur af gæðum aflans

Fjöldi fólks, sérfræðingar og hagaðilar sem og almenningur fundaði með starfshóðunum. Segja þeir frá því að í samtölum hafi komið fram að „erfitt hefði reynst að tryggja samræmi í gæðum afurða strandveiðibáta. Helstu ástæður fyrir lökum gæðum væru skortur á þekkingu á meðhöndlun aflans, t.d. í tengslum við blóðgun og ísingu.“ Þá hafi verið sagt um strandveiðiaflann: „Veiðist á vondum tíma, vont hráefni, oft mikill ormur, og svona má lengi telja.“

Lagt er til að sett verði strangari skilyrði um gæði í meðhöndlun á fiski við strandveiðar og að fræðsla, menntun, þjálfun og endurmenntun strandveiðimanna um gæðamál verði aukin. Auk þess að taka eigi til skoðunar að tryggja „samræmd gæði í meðhöndlun fisks við strandveiðar, t.a.m. blóðgun og kæling, t.d. með rekjanlegri mælingu á hitastigi aflans á sjó.“

Þá er meðal bráðabirgðatillagna að skerða veiðiheimild þeirra strandveiðibáta sem skila ekki afla með ásættanleg gæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg
18.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.403 kg
Þorskur 1.180 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.596 kg
18.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 584 kg
Skrápflúra 364 kg
Sandkoli 206 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 33 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg
18.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.403 kg
Þorskur 1.180 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.596 kg
18.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 584 kg
Skrápflúra 364 kg
Sandkoli 206 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 33 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »