Dótturfélag Brims með mesta krókaaflamarkið

Kristján HF-100 er gerður út af Grunni ehf. dótturfélagi Brims. …
Kristján HF-100 er gerður út af Grunni ehf. dótturfélagi Brims. Grunnur fer með mestu veiðiheimildirnar í krókaaflamarkskerfinu. Ljósmynd/Kambur hf.

Grunnur ehf., dótturfélag Brims hf., er með mestu hlutdeildina í úthlutuðum aflaheimildum í krókaaflamarkskerfinu. Um er að ræða 4,7% af úthlutuðum þorskígildistonnum en lögbundið hámark er 5%. Þá er félagið með 3,99% af úthlutuðum heimildum í þorski og 4,94% í ýsu.

Þetta má lesa úr yfirliti Fiskistofu sem fékkst afhent í byrjun mánaðar.

Næst á eftir Grunni er Jakob Valgeir ehf. með 4,2% hlut af úthlutuðum þorskígildum. Stakkavík ehf. fer með þriðja mesta krókaaflmarkið eða 4,06%, en þétt á eftir er Nesver ehf. með 4,02% og svo fylgir dótturfélag Loðnuvinnslunnar Hjálmar ehf. með 3,92%. Háaöxl ehf., sem er 49% í eigu Loðnuvinnslunnar, fer með sjöttu mestu hlutdeildina eða 3,91% – þessi félög teljast ekki tengd samkvæmt gildandi fyrirkomulagi laga og telst því aðskild hlut Hjálmars ehf. þegar reiknuð er staða gagnvart 5% hámarkshlutdeild.

Háaöxl og Hjálmar gera út Hafrafell SU og Sandfell SU sem hafa ítrekað verið meðal aflamestu krókaaflamarksbátum landsins.

Tuttugu útgerðir með langmest

Alls fara tíu stærstu útgerðirnar í krókaaflamarkskerfinu með 39,74% af úthlutuðum þorskígildum, en tuttugu stærstu fara með 67,13% þeirra og þar af eru tólf útgerðir með 3% hlut eða meira.

Fimmtíu stærstu krókaaflamarksútgerðirnar fara samanlagt með 94,27% aflaheimilda og er það aukning frá árslokum 2021 þegar þessi 50 fyrirtæki voru með 91% aflaheimildanna.

Mun meiri samþjöppun í ýsu

Ef litið er einungis til heimilda í þorski eru fimm útgerðir með hlutdeild sem nemur 4% hámarkshlut í tegundinni og eru það Hjálmar ehf., Háaöfl ehf. – sem er 49% í eigu Loðnuvinnslunnar, Stakkavík ehf., Jakob Valgeir ehf. og Einhamar Seafood ehf.

Alls eru tíu félögin með mesta krókaaflamarkið í þorski með 39,46% hlut, en tuttugu stærstu með 67,24% hlut í tegundinni.

Lögbundin hámarkshlutdeild í ýsu er 5% og eru tvær útgerðir með heimidlir í tegundinni sem því nemur og eru það Einhamar Seafood ehf. og Nesver ehf. N´st á eftir fyrlgir Jakob Valgeir ehf. með 4,96% hlust, svo Grunnur ehf. með 4,94% og með fimmtu mestu hlutdeildina er Stakkavík ehf. með 4,81%.

Þá eru tíu félög með 45,96% aflaheimilda í ýsu í krókaaflamarkskerfinu og tuttugu með 75,47% þeirra.

Fimmtíu útgerðir með mesta krókaaflamarkið eru með 93,73% hlut í úthlutuðum heimildum í þorski og 98,01% í ýsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka