„Ekki oft sem sjómenn ná svona árangri“

Menn skelltu í knús í Karphúsinu í gærkvöldi.
Menn skelltu í knús í Karphúsinu í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta hafa verið langir dagar undanfarið og mikið um fundi,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í samtali við mbl.is um nýundirritaðan kjarasamning allra aðildarfélaga sambandsins við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi en samningurinn er til tíu ára.

Kveður Valmundur samningalotuna hafa gengið vel í lokin eftir framangreind fundahöld en sjómenn höfðu verið samningslausir frá 2019 þar til undirritað var seint í gærkvöldi.

Ofarlega á kröfulista sjómanna voru aukin mótframlög í lífeyrissjóð og hækkun launatryggingar og fór hvort tveggja í gegn að sögn Valmundar. „Við greiðum hluta af kröfunni um lífeyrissjóðinn eins og aðrir launamenn í landinu, við fáum þrjú og hálft prósent í lífeyrissjóð sem tilgreinda séreign og fyrir þá sem ekki vilja taka lífeyrissjóðinn hækka hlutaskiptin úr 70 í 70,5 og svo erum við að hækka lágmarkskauptrygginguna allverulega, um 130.000 krónur tæpar fyrir háseta,“ útskýrir Valmundur.

Frá undirrituninni í gær.
Frá undirrituninni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þar að auki séu sjómönnum tryggðar sömu hækkanir á kauptryggingunni og aðrir fá, hvort sem um er að ræða krónutöluhækkanir eða prósentuhækkanir, þar sem lágmarkslaun fylgi í framtíðinni töflu í samningum Starfsgreinasambandsins.

Bjartsýnn á samþykki félagsmanna

Sjómenn höfðu, sem fyrr segir, verið án samnings frá árinu 2019. Stóðu einhverjar viðræður yfir þann tíma?

„Við höfum verið að hittast mjög mikið en flöturinn fannst ekki fyrr en núna,“ svarar Valmundur og bætir því við aðspurður að hann vonist eftir lygnum sjó þau tíu ár sem nýi samningurinn teygir sig yfir. „En það er forsenduákvæði í samningnum, við getum sagt honum upp eftir fjögur ár.“

Samningar undirritaðir.
Samningar undirritaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Næst á dagskrá er þar með að bera nýja samninginn undir atkvæði félagsfólks í aðildarfélögum Sjómannasambandsins og hefst atkvæðagreiðsla á föstudaginn eftir viku og stendur til 10. mars. „Þá náum við öllum flotanum í landi,“ segir Valmundur og kveðst mjög bjartsýnn á að samþykki fáist. „Það er ekkert oft sem sjómenn ná svona árangri, við erum að auka launahlutfall útgerðarinnar umtalsvert, þetta er dýr samningur fyrir útgerðir peningalega séð en ég bendi á að af síðustu tólf árum höfum við verið samningalausir í níu ár, þannig að tíu ára samningur hjá sjómönnum, af hverju má ekki bara segja að hann sé frekar stuttur frekar en hitt?“ spyr Valmundur.

Krafa að sjómenn komi heilir heim

Samkvæmt samningnum verður hlutur sjómanna reiknaður út frá fiskverði enda bendir Valmundur á að sjómenn séu háðir því. „Það kemur því til góða og í uppsjávarveiðunum erum við að fá staðlaða verðsamninga frá útgerðunum, þá eru allir á sama grunni og við erum að fá miklu meiri upplýsingar frá útgerðunum um hvað er í gangi í uppsjávarveiðunum, afurðaverð og annað og þá er líka mun betra fyrir Verðlagsstofuna að fylgjast með að menn séu að gera rétt, það skiptir miklu máli,“ segir Valmundur.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er bjartsýnn á að félagsmenn …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er bjartsýnn á að félagsmenn samþykki samninginn í atkvæðagreiðslu sem hefst eftir viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að lokum nefnir hann nýja öryggisnefnd en nú standi fyrir dyrum að setja saman slíka nefnd sjómanna og útvegsmanna sem koma muni saman nokkrum sinnum á ári og fara yfir öryggismál á sjó. Verði þar gerðar tillögur til úrbóta og farið yfir mál hafi eitthvað komið upp á. „Við viljum jú auðvitað allir að sjómenn komi heilir heim eins og allir aðrir og það er bara krafa okkar að svo sé,“ segir Valmundur Valmundsson að lokum um nýja samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 558,90 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.006 kg
Ýsa 92 kg
Keila 55 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 1.188 kg
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 4.367 kg
Þorskur 632 kg
Sandkoli 111 kg
Samtals 5.110 kg
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 733 kg
Þorskur 627 kg
Skrápflúra 534 kg
Sandkoli 115 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 2.188 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 558,90 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.006 kg
Ýsa 92 kg
Keila 55 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 1.188 kg
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 4.367 kg
Þorskur 632 kg
Sandkoli 111 kg
Samtals 5.110 kg
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 733 kg
Þorskur 627 kg
Skrápflúra 534 kg
Sandkoli 115 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 2.188 kg

Skoða allar landanir »