Sjómenn líklega best tryggðir til framtíðar

Heiðrún Lind vonast til að samningar verði samþykktir.
Heiðrún Lind vonast til að samningar verði samþykktir. Árni Sæberg

Megininntak kjarasamninga Sjómannafélags Íslands (SSÍ) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lýtur að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó.

Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækka í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði, auk þess sem áhersla er lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS.

Samningarnir voru undirritaðir um miðnætti. Þeir eru til tíu ára en samn­ing­ar sjó­manna höfðu verið laus­ir frá ár­inu 2019.

Samningar voru undirritaðir í Karpshúsinu.
Samningar voru undirritaðir í Karpshúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Launin hækka í samræmi við hækkandi fiskiverð

„Það er þannig í hlutaskiptakerfi að sjómenn eru afurðaverðstryggðir, þannig að þeir njóta þeirra réttinda að laun þeirra hækka í samræmi við hækkandi fiskverð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, spurð hvers vegna samið hafi verið til tíu ára. 

„Við erum líka að tryggja það að sjómenn njóti sambærilegra kjara og aðilar á almenna vinnumarkaðnum að því er varðar lífeyrissjóðsréttindi og önnur réttindi, og kauptryggingu og tímakaup í landi.

Þegar við erum með beinum hætti búin að tengja þau kjör við kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum þá eru þeir líklega sú starfsstétt sem er best tryggð hvað varðar kaup og kjör til framtíðar,“ bætir Heiðrún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 558,90 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 2.524 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 15 kg
Steinbítur 3 kg
Keila 2 kg
Samtals 2.565 kg
14.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.565 kg
Þorskur 634 kg
Keila 188 kg
Ufsi 11 kg
Hlýri 11 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.419 kg
13.11.24 Stapafell SH 26 Dragnót
Skarkoli 98 kg
Sandkoli 30 kg
Samtals 128 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 558,90 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 2.524 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 15 kg
Steinbítur 3 kg
Keila 2 kg
Samtals 2.565 kg
14.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.565 kg
Þorskur 634 kg
Keila 188 kg
Ufsi 11 kg
Hlýri 11 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.419 kg
13.11.24 Stapafell SH 26 Dragnót
Skarkoli 98 kg
Sandkoli 30 kg
Samtals 128 kg

Skoða allar landanir »