Á síðasta ári var landað 1.436.727 tonnum í íslenskum höfnum og 74% aflans í tíu höfnum, að því er fram kemur í umfjöllun í nýjasta blaði 200 mílna. Þá var 77% af öllum uppsjávarafla landað í fimm höfnum og 64% botnfiskafla var landað í tíu höfnum.
Neskaupstaðar var stærsta löndunarhöfn sjávarfangs árið 2022 og var þar landað rúmlega 224 þúsund tonnum. Á eftir fylgja Vestmannaeyjar, Vopnafjörður, Eskifjörður og Seyðisfjörður.
Er uppsjávarfiskurinn afgerandi í þessari röðun. Hann var 93% þess afla sem landað var í Neskaupstað, 84,6% afla í Vestmannaeyjum, 89,5% afla á Vopnafirði, 98% afla landað á Eskifirði og 93% afla sem skip báru til hafnar á Seyðisfirði.
Ef litið er til botnfisktegunda er Reykjavík langstærsta löndunarhöfn landsins. Þriðja mesta þorskafla var landað í Reykjavík en þangað skiluðu fiskiskipin 14.704 tonnum af ufsa og 8.891 tonni af karfa, langmesta magni allra hafna í þessum tegundum. Þetta skýrist af því að Brim og Útgerðarfélag Reykjavíkur eru fyrirferðarmikil í þessum tegundum.
Sérstaka athygli vekur að 64% botnfiskafla íslenska fiskiskipaflotans var landað í þeim tíu höfnum þar sem mestum slíkum afla var landað.
Nánar má lesa um löndunarmagn síðasta árs í 200 mílum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |