„Verður aldrei sátt um lög um stjórn fiskveiða“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir aldrei verða hægt að ná …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir aldrei verða hægt að ná sátt um stjórn fiskveiða, en að hægt sé að hafa lög sem skili þjóðinni arðsemi og skynsamlegri stjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það verður aldrei sátt um lög um stjórn fiskveiða á Íslandi en það er hægt að hafa skynsamleg lög um stjórn fiskveiða,“ fullyrðir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Það eina sem hægt er að gera í dag er að lög um stjórn fiskveiða endurspegli arðsemi og skynsemi fyrir íslenska þjóð. Deilumálið er skipting arðseminnar,“ skrifar hann í grein sinni.

Í greininni rekur Guðmundur sögu þess hvernig veiðirétturinn varð bókfærður sem eign sjávarútvegsfyrirtækja. Bendir hann á að 1990 hafi Alþingi samþykkt lög sem leyfðu útgerðum að losa sig við eldri skip og færa veiðirétt eða kvóta yfir á annað skip, sem þá lækkaði kostnað útgerða og laun þeirra sjómanna sem voru við vinnu á því skipi sem enn var gert út.

„Einnig var það leyft með þessum lögum frá árinu 1990 að ef útgerð keypti bát, t.d. á 100 m.kr. með kvóta en án áhafnar, þá gat útgerðin í framhaldi selt bátinn til úreldingar á um það bil 20% af kaupverði. Mismunurinn sem var 80% af kaupverði bátsins (80 m.kr. sem er kallaður veiðiréttur í dag) var færður sem kostnaður í bókhaldi útgerðarinnar.“

Kvóti var færður til eignar í bókum útgerða eftir að …
Kvóti var færður til eignar í bókum útgerða eftir að þær voru dæmdar til þess. mbl.is/Árni Sæberg

Árin 1990 til 1993 hafi svo allur veiðiréttur verið gjaldfærður, en þá hafi ríkisskattstjóri farið fram á að veiðirétt eða kvóta skyldi færa til eigna en ekki kostnaðar. Voru útgerðirnar ósammála þessari ályktun yfirvalda.

„Ríkisskattstjóri og fjármálaráðherra á þessum tíma stefndu útgerðinni fyrir dómstólum og var niðurstaðan sú í Hæstarétti árið 1993 að útgerðinni væri skylt að færa veiðiréttinn (aflahlutdeild/kvótann) sem eign í efnahagsreikningi. Síðan hnykkti Alþingi Íslendinga endanlega á þessu ákvæði árið 1997 þar sem það var bannað að afskrifa veiðirétt í ársreikningum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Í dag er þessi veiðiréttur eignfærður í öllum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og er þeirra helsta eign,“ útskýrir Guðmundur.

„Ef núna koma ný lög um stjórn fiskveiða þar sem þessi veiðiréttur verður færður ríkissjóði þá verða þeir sem hafa keypt þennan rétt aldrei sáttir. Ef þessu verður ekki breytt verða þeir sem vilja að ríkissjóður eigi þennan rétt aldrei sáttir. Þetta er staðan í dag,“ skrifar hann.

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 611,83 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 384,04 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 248,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 611,83 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 384,04 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 248,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »