Aldrei séð viðlíka magn

Barði hefur verið á kolmunnaveiðum suðaustur af Færeyjum undanfarna viku.
Barði hefur verið á kolmunnaveiðum suðaustur af Færeyjum undanfarna viku. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Aðeins Barði NK og Guðrún Þorkelsdóttir SU hafa verið á kolmunnaveiðum suðaustur af Færeyjum undanfarna daga. Flest uppsjávarskip hafa lokið þeirri vertíð og reyna nú við loðnuna.

Barði er væntanlegur til Neskaupsstaðar í nótt að því er fram kemur á í færslu vef Síldarvinnslunnar. Um borð eru þúsund tonn af kolmunna og hefur veiðiferðin tekið um viku.

„Við vorum fimm daga að veiðum og það voru tekin fimm hol. Yfirleitt var dregið í um tuttugu tíma og aflinn var frá 130 – 230 tonn í holi. Þetta var hinn sæmilegasti fiskur sem þarna var á ferðinni. Stundum lóðaði mjög vel en fiskurinn skilaði sér afar misjafnlega í veiðarfærið,“ segir Þorkell Pétursson,  skipstjóri á Barða, í færslunni.

Þorkell segir að veitt hafi verið við miðlínu milli Færeyja og Hjaltlandseyja.

„Það var kaldi allan tímann en þó gátum við alltaf verið að. Þarna voru einungis tvö íslensk skip, við og Guðrún Þorkelsdóttir SU. Síðan voru þarna nokkur færeysk skip. Hoffell SU var síðan við Rockall og þar var mikill kolmunni á ferðinni norður eftir. Ég heyrði í skipstjóra sem sagðist aldrei hafa séð viðlíka magn og hann er búinn að veiða þarna í tuttugu ár. Það lítur því vel út með kolmunnaveiðina á næstunni,“ segir skipstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »