Benchmark Holding PLC hefur fest kaup á 10,52% hlut í dótturfélaginu Benchmark Genetics Iceland og fer því nú með alla hluti í félaginu sem áður hét Stofnfiskur, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Benchmark Holdings.
„Kaup á eftirstandandi hlutdeild minnihluta er eðlilegt skref í að skila hluthöfum verðmætum með fullri eignaraðild að velheppnuðum erfðafræðihluta samsteypunnar,“ segir Trond Williksen, forstjóri Benchmark Holdings, í tilkynnignunni.
Benchmark Holding er skráð í bresku kauphöllina í London.
Kaupin á Stofnfiski hófust árið 2014 þegar Benchmark keypti 89,48% hlut í íslenska félaginu, þar af var keyptur 64,94% hlutur af HB Granda (síðar Brim hf.) á 12 milljónir evra sem þá voru um 1.858 milljónir íslenskra króna.
Árið 2021 var nafn Stofnfisks síðan formlega breytt í Benchmark Genetics Iceland og sameinað erfðaþróunarfélagi samsteypunnar í Noregi. Félagið er framleiðandi á kynbættum laxahrognum til laxeldisiðnaðarins og heitir laxastofn félagsins enn Stofnfiskur, en talið var mikilvægt að að viðskiptavinir félagsins væru vissir um að þeir væru enn að fá sömu vöru, útskýrði Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland, í tilefni nafnaskiptanna.
Umsvif fyrirtækisins hafa vaxið mikið frá því að meirihluti hlutafjár var keyptur 2014 og afhendir það nú laxahrogn til laxframleiðenda allan ársins hring í 35 ríkjum um heim allan.
Í ágúst síðastliðnum var opnað nýtt 2.300 fermetra hrognahús í Vogum á Reykjanesi sem getur framleitt um 300 til 400 milljón laxahrogn á ári sem dugar til framleiðslu á milljón tonnum af eldislaxi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |