Náðu 1.100 tonnum í einu kasti

Barði NK siglir inn Norðfjörð með 1.225 tonn af loðnu …
Barði NK siglir inn Norðfjörð með 1.225 tonn af loðnu í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Barði NK náði 1.225 tonnum af loðnu í tveimur köstum í síðustu veiðiferð. Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða, segir í færslu á vef Síldarvinnslunnar að töluvert af loðnu hafi verið á miðunum suður af Mýrdalssandi.

„Aflinn fékkst í tveimur köstum við Alviðru. Við fengum 160 tonn í fyrra kastinu og um 1.100 tonn í því síðara. Við vorum nálægt landi og það var töluvert að sjá þarna í fjörunni. Þarna voru þéttar lóðningar sem gáfu vel. Þetta er fallegasta loðna, um 38 stykki í kílóinu og 16% hrognafylling,“ segir Þorkell.

Hann útskýrir að veiðarnar stjórnist af stöðunni í vinnslunni hverju sinni. „Við biðum á miðunum í um tvo daga áður en við gátum byrjað að veiða, en það var reyndar bræla annan daginn. Auðvitað vilja menn gera sem mest verðmæti úr loðnunni og þá þarf að veiða skynsamlega. Þetta var fyrsti nótatúr þessarar áhafnar á Barða og hann gekk eins og í sögu enda vanir kallar í hverju rúmi. Mér líst afskaplega vel á framhald loðnuvertíðarinnar. Það er einfaldlega ekki hægt að kvarta undan neinu.“

Barði landaði í Neskaupstað í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 13.755 kg
Ýsa 248 kg
Langa 210 kg
Samtals 14.213 kg
7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 13.755 kg
Ýsa 248 kg
Langa 210 kg
Samtals 14.213 kg
7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg

Skoða allar landanir »

Loka