Von á 100 þúsund tonna viðbótarloðnukvóta

Loðnuskipin geta gert ráð fyrir töluverðri aukningu í heimildum sínum.
Loðnuskipin geta gert ráð fyrir töluverðri aukningu í heimildum sínum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að ráðgjöf um hámarksafla á yfirstandandi loðnuvertíð hækki um að minnsta kosti hundrað þúsund tonn eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu fannst á landgrunninu norður af Húnaflóa að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Þar segir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson hafi dagana 12. til 21. febrúar sinnt mælingum á miðunum norðvestan við landið, en þar hafði hafís truflað mælingar í janúar síðastliðnum. Því kynnti Hafrannsóknastofnun endurskoðun á ráðgjöf í kjölfar vetrarmælingarinnar með fyrirvara.

„Endanlegar niðurstöður leiðangursins liggja ekki fyrir og ný veiðiráðgjöf verður því vart tilbúin fyrr en í byrjun næstu viku. Í ljósi þess að núna er langt liðið á loðnuvertíðina vill Hafrannsóknastofnun upplýsa að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist á landgrunninu norður af Húnaflóa sem var ekki komið á mælisvæðið þegar fyrri mæling fór fram. Ljóst er að mælingar undanfarinna daga munu leiða til hækkunar á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni 2022/2023. Varlega áætlað má gera ráð fyrir yfir 100 þúsund tonna hækkun ráðlags hámarksafla,“ segir í tilkynningunni.

Leiðarlínur Árna Friðrikssonar 12.-21. febrúar ásamt dreifingu hafíss norðvestan við …
Leiðarlínur Árna Friðrikssonar 12.-21. febrúar ásamt dreifingu hafíss norðvestan við Ísland. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Loðnan sem mældist úti fyrir Húnaflóa var þriggja til fjögurra ára loðna sem komin var tiltölulega nálægt hrygningu og með tæplega 16% hrognafyllingu syðst en tæp 12% utar. „Það er mat Hafrannsóknastofnunar að þessi loðna muni líklegast hrygna á þessum slóðum.“

Leggur stofnunin til að dregið verði úr neikvæðum áhrifum veiða á nýliðun og leitast við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni með því að afli sem nemur viðbótarráðgjöf verði veiddur sem mest á svæðinu sem úti fyrir Húnaflóa. „Með öðrum orðum, mælst er til þess að loðnuveiðarnar endurspegli á einhvern hátt dreifingu stofnsins eftir hrygningarsvæðum.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »