Gætu þurft að rífa glænýtt kerhús

Mikinn reyk mátti sjá stíga frá kerhúsinu.
Mikinn reyk mátti sjá stíga frá kerhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Slökkt hefur verið í eldinum sem logaði í húsnæði Arctic Fish á Tálknafirði. Húsnæðið er verulega skemmt og kemur í ljós á næstu dögum hvort rífa þurfi húsið.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði segir slökkvistarfið hafa gengið mjög vel en það hafi verið tæknilega krefjandi að komast að eldinum. Á endanum tókst að slökkva eldinn um klukkan 14.30.

Gastankar sprungu

„Þegar við komum á staðinn þá var aðalmálið að verja húsin í kring ásamt búnaði og dóti, það er að segja súrefniskútum, súrefnisframleiðslu, rafstöðvum, olíutönkum og öðru. Við náðum að verja þetta allt saman,“ segir Davíð í samtali við mbl.is.

Spurður hvort einhver hætta hafi skapast vegna tankanna sem hann nefnir segir hann svo ekki vera, að minnsta kosti ekki vegna sem staðsettir voru utandyra. Þónokkrir gastankar hafi þó sprungið inni í húsinu.

Hann segir slökkviliðinu hafa tekist að vernda tvö af þremur húsum á svæðinu en eldurinn kviknaði í húsinu í miðjunni. Aðeins séu litlar hitaskemmdir á ytra byrði húsana sem ekki kviknaði í. Starfsemi geti haldið áfram í þeim byggingum.

Bruni í húsnæði Arctic Fish á Tálknafirði.
Bruni í húsnæði Arctic Fish á Tálknafirði. Ljósmynd/Friðbjörn Steinar Ottósson

Alvarleiki skemmda ekki enn ljós

Davíð segir erfitt að meta sem stendur hversu miklar skemmdirnar á húsinu eru eftir brunann. Þakið sé fallið að hluta og allar plastlagnir að eldiskerum hafi brunnið.

„Þetta verður mikið tjón, það er alveg ljóst. Við vitum ekki alveg hvernig er með lagnirnar undir húsinu, hvort að þær séu skemmdar. Það á eftir að skoða ástandið á þeim eftir einhverja daga og ef að þær eru skemmdar, þá þarf að rífa húsið,“ segir Davíð.

Þó að búið sé að slökkva eldinn er starfi á svæðinu ekki lokið. Slökkviliðið mun sinna kælingu á burðarvirki hússins og tiltekt fram eftir kvöldi.

Húsið sem kviknaði í var nýtt kerhús fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish sem átti að taka í notkun næstkomandi júnímánuð. Húsið var enn í byggingu og var fimm þúsund fermetrar að stærð.

Allt starfsfólk sem var við vinnu inni í húsinu þegar að eldurinn kviknaði náði að forða sér út en tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 584,11 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 355,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 317,37 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 584,11 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 355,61 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 317,37 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »