Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í kerhúsi á Tálknafirði.
„Við erum ekki með yfirsýn yfir umfang skemmdana, en það er eitthvað sem við munum skoðan nánar næstu daga,“ segir Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic Fish, í samtali við 200 mílur.
í morgun kviknaði í nýbyggingu fyrirtækisins í botni fjarðarins.
Stein Ove segir tvo einstaklinga hafa verið senda til skoðunar á sjúkrahúsið á Patreksfirði og að báðir séu nú útskrifaðir þaðan.
„Þarna var um að ræða einstaklinga sem höfðu andað að sér reyk og fengið minniháttar brunameiðsl. Ekki er um að ræða nein stærri meiðsl á fólki.“
„Það er mjög leitt að þetta gerist, en við erum fyrst og fremst þakklát fyrir að ekki hafi orðið meiri slys á fólki. Það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann.
Orsök þess að kviknaði í 5.000 fermetra byggingu fyrirtækisins í morgun er óþekkt. „Það er eitthvað sem við gerum ráð fyrir að rannsókna á eldsupptökunum mun varpa ljósi á,“ segir Stein Ove.
Húsnæðið átti að hýsa seiðaeldisstöð og átti að taka í notkun í júlí næstkomandi.
Spurður hvaða áhrif bruninn mun hafa á uppyggingaráformin á Tálknafirði svarar framkvæmdastjórinn:
„Augljós seinkun verður á að ljúka framkvæmdum, en það er erfitt að greina nákvæmlega hver tímalínan verður. Hvað varðar framleiðsluna okkar gerum við ráð fyrir að hún verði eins og lagt var upp með, þar sem við vorum ekki búin að gera ráð fyrir mikilli nýtingu á þessum byggingum á þessu ári. Útsetning seiða verður því eins og áætlað var, en það á eftir að koma í ljós hversu mikið þarf til að koma starfseminni í það horf sem við ætlum okkur með tilliti til umfangs skemmdanna.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 625,25 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 470,28 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 258,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 307,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 393,15 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.650 kg |
Skarkoli | 1.994 kg |
Sandkoli | 359 kg |
Steinbítur | 134 kg |
Ýsa | 61 kg |
Grásleppa | 19 kg |
Samtals | 5.217 kg |
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Þorskur | 177 kg |
Ýsa | 76 kg |
Steinbítur | 42 kg |
Sandkoli | 8 kg |
Samtals | 303 kg |
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 153 kg |
Þorskur | 42 kg |
Karfi | 13 kg |
Samtals | 208 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 625,25 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 470,28 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 258,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 307,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 393,15 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.650 kg |
Skarkoli | 1.994 kg |
Sandkoli | 359 kg |
Steinbítur | 134 kg |
Ýsa | 61 kg |
Grásleppa | 19 kg |
Samtals | 5.217 kg |
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Þorskur | 177 kg |
Ýsa | 76 kg |
Steinbítur | 42 kg |
Sandkoli | 8 kg |
Samtals | 303 kg |
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 153 kg |
Þorskur | 42 kg |
Karfi | 13 kg |
Samtals | 208 kg |