Vænn þorskur og vilja meiri kvóta

Áskell Magnússon og félagar á Tryggva Eðvarðs SH fengu 17 …
Áskell Magnússon og félagar á Tryggva Eðvarðs SH fengu 17 tonn. Aflabrögð hafa verið góð víða. mbl.is/Alfons Finnsson

„Aflabrögðin eru frábær þá daga sem gefur. Að undanförnu hafa þó stundum komið hvellir með stífri suðvestanátt svo ekkert hefur verið hægt að róa kannski í tvo til þrjá daga. Annars er þetta frábært og fiskgengd er mikil,“ segir Pétur Pétursson á Arnarstapa í Morgunblaðinu. Pétur með fjölskyldu sinni stendur að útgerðinni á Bárði SH 81 en nú að undanförnu hefur verið róið á bátnum frá Rifi.

„Breiðafjörðurinn er fullur af fiski. Menn geta bókstaflega valið hvar þeir setja út línu eða niður net; alls staðar er fiskur,“ segir Pétur sem telur góða veiði nú gefa tilefni til endurskoðunar á leyfilegum hámarksafla. Aðstæður og svigrúm til þess nú að auka veiðiheimildir í þorski um hið minnsta 50 þúsund tonn – og jafnvel tvöfalda þá tölu.

Vestur á fjörðum er mikið umleikis við sjávarsíðuna þessa dagana. Oddi hf. á Patreksfirði á tvo báta, Núp BA 69 og Patrek BA 64, en vegna ónógs kvóta hefur sá síðarnefndi verið bundinn við bryggju síðan í nóvember.

„Þorskstofninn er greinilega mjög sterkur þótt fiskifræðin segir annað. Hljóð og mynd fara ekki saman. Veiði á hvern öngul hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið jafn mikil og nú. Stundum hafa komið þeir dagar hjá okkur í vinnslunni að þorsk hefur vantað og þá höfum við í staðinn tekið inn í verkun lax frá eldisfyrirtækjunum hér á svæðinu,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »