Benedikt nýr framkvæmdastjóri Benchmark

Benedikt Hálfdanarson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Benchmark Genetics 1. …
Benedikt Hálfdanarson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Benchmark Genetics 1. mars. Samsett mynd

Benedikt Hálfdanarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf. og tekur við stöðunni af dr. Jónasi Jónassyni sem gengt hefur starfinu frá árinu 2006. Jónas mun þó halda áfram sem framleiðslustjóri á laxi og hrognum á starfstöðvum félagsins á Íslandi, í Noregi og í Síle.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Benchmark Genetics Iceland.

Þar segir að Benedikt taki til starfa 1. mars næstkomandi og að hann hafi mikla og víðtæka reynslu af alþjóðaviðskiptum sem og reynslu í stjórnun fyrirtækis tengdu fiskeldi. Þá er hann með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og Master í markaðsfræðum frá Norwegian School of Management – BI.

„Ég hef fylgst með fyrirtækinu frá því að það hét Stofnfiskur og séð það verða að leiðandi alþjóðlegu fyrirtæki í sölu á laxahrognum og hrognkelsaseiðum sem Benchmark Genetics Iceland. Það er með auðmýkt og stolti sem ég tek við ábyrgðinni af rekstri fyrirtækisins af Jónasi. Starfsmennirnir búa yfir einstaklega mikilli þekkingu og ég hlakka til að nýta reynslu þeirra og sameina það þekkingu minni á geiranum og vinna saman að þróun og vexti fyrirtækisins,“ segir Benedikt í tilkynningunni.

Framleiðsla félagsins hefur vaxið ört undanfarin ár.
Framleiðsla félagsins hefur vaxið ört undanfarin ár. Ljósmynd/Benchmark Genetics Iceland

Hjá félaginu í 27 ár

Jónas hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1996, fyrst sem sérfræðingur í kynbótum á laxi og framleiðslu á klaklaxi. Síðar gegndi hann, eins og fyrr segir, stöðu framkvæmdastjóra felagsins frá árinu 2006. Auk þess hefur Jónas frá árinu 2019 sinnt starfi framleiðslustjóra samhliða því, mun hann halda áfram í því hlutverki.

Óhætt er að segja að Jónas sé þekktur innan laxeldisiðnaðarins fyrir frumkvöðlastarf og þróun aðferðar við framleiðslu á klaklaxi á landi þar sem hægt er að framleiða laxahrogn allt árið um kring. Fram kmeur í tilkynningunni að Essi tækni hafi fyrst verið þróuð á Íslandi og síðar innleidd í Noregi á stöð Benchmark í Salten við Bodø og er nú einnig beitt í Chile.

framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland
framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er sannfærður um að Benni hefur þá kunnáttu og reynslu sem þarf til að halda áfram með Benchmark Genetics Iceland á þeirri farsælu vegferð sem fyrirtækið hefur verið á síðustu ár. Ég veit að það er gott að vinna með honum og hann er hvetjandi leiðtogi sem getur náð því besta út úr sínu starfsfólki. Reynsla hans frá Vaka sem hann hefur stýrt undanfarin ár er mikil og fyrirtækið orðið leiðandi með hátæknilausnir í fiskeldinu á heimsvísu. Ég og allir starfsmenn Benchmark tökum fagnandi á móti Benna og hlökkum til samstarfsins. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða Benchmark Genetics Iceland, með frábærum starfsmönnum, síðustu 18 ár, en í dag er fyrirtækið ásamt systurfyrirtækjum í Noregi og Chile fremst í heiminum í framleiðslu á laxahrognum,“ segir Jónas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »