Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli fiskveiðiársins verði ekki meiri en 459.800 tonn, en það er aukning um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf. Í fréttatilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að ráðleggingin byggi á mælingum úti fyrir Húnaflóa, sem voru framkvæmdar um miðjan febrúar.
Segir þar einnig að það sé mat Hafrannsóknastofnunar að loðnan sem þar mældist muni líklegast hrygna á þeim slóðum.
„Út frá varúðarsjónarmiðum hvetur stofnunin til þess að afli sem nemur viðbótarráðgjöf verði veiddur sem mest á þeim slóðum. Ef viðbótaraflinn yrði allur tekinn á hefðbundnum slóðum fyrir sunnan og vestan land yrðu allnokkrar líkur á að lítið af loðnu myndi hrygna þar,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að með því að ganga ekki of nærri þeirri loðnu sem hrygni við vestur- og suðurströnd landsins væri verið að leitast við að „viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika innan stofnsins, auka líkur á góðri nýliðun og gera veiðarnar sjálfbærari. Með öðrum orðum, mælst er til þess að loðnuveiðarnar endurspegli á einhvern hátt dreifingu stofnsins eftir hrygningarsvæðum.“
„Hafrannsóknastofnun leggur því til að 2/3 af þeim 184 100 tonnum sem nú koma til hækkunar ráðgjafar sem gefin var út 3. febrúar verði veiddur norðan við Ísland á svæðinu frá Horni að Langanesi, eða að minnsta kosti 122 700 tonn.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.11.24 | 601,71 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.11.24 | 505,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.11.24 | 437,65 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.11.24 | 413,82 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.11.24 | 360,88 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.11.24 | 291,83 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.11.24 | 404,09 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
18.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Þorskur | 215 kg |
Ýsa | 81 kg |
Steinbítur | 21 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 327 kg |
18.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 434 kg |
Ýsa | 433 kg |
Skarkoli | 152 kg |
Sandkoli | 15 kg |
Þykkvalúra | 9 kg |
Samtals | 1.043 kg |
18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 172 kg |
Langlúra | 77 kg |
Þorskur | 58 kg |
Karfi | 28 kg |
Skarkoli | 14 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 356 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.11.24 | 601,71 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.11.24 | 505,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.11.24 | 437,65 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.11.24 | 413,82 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.11.24 | 360,88 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.11.24 | 291,83 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.11.24 | 404,09 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
18.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Þorskur | 215 kg |
Ýsa | 81 kg |
Steinbítur | 21 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 327 kg |
18.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 434 kg |
Ýsa | 433 kg |
Skarkoli | 152 kg |
Sandkoli | 15 kg |
Þykkvalúra | 9 kg |
Samtals | 1.043 kg |
18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 172 kg |
Langlúra | 77 kg |
Þorskur | 58 kg |
Karfi | 28 kg |
Skarkoli | 14 kg |
Sandkoli | 4 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 356 kg |