Norskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um 184 þúsund tonna kvóta sem bætt var við vertíðina í samræmi við endurskoðaða ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarsveiði, þrátt fyrir að hlutur kvótans reiknast til Norðmanna.
Þetta segir Matvælaráðuneytið í svari við fyrirspurn 200 mílna.
Fram kemur að hlutur af þeim veiðiheimildum sem bætast við falli í hlut Norðmanna í samræmi við samninga þar um, en vegna þess að veiðitímabil norsku loðnuskipanna rann út 23. febrúar síðastliðinn færist kvótinn til íslenskra skipa.
„Norðmenn hafa ekki verið upplýstir formlega um hækkun á aflaheimildum í loðnu og hafa ekki haft samband við íslensk stjórnvöld vegna aukningar á loðnukvóta. Ef beiðni kemur frá Norðmönnum um slíkt verður viðhlítandi ákvörðun tekin,“ segir í svarinu.
Hafrannsóknastofnun kynnti endurskoðun á ráðgjöf í kjölfar vetrarmælingarinnar í janúar með fyrirvara vegna þess að hafís hafði truflað mælingar út af landinu norðvestanverðu. Hélt þá rannsóknaskipið Árni Friðriksson til loðnumælinga á þessu svæði 12. til 21. febrúar og fann töluvert af loðnu í nýrri göngu út af Húnaflóa.
Tilkynnt var 24. febrúar síðastliðinn að ráðlagður hámarksafli vegna yfirstandandi loðnuvertíðar yrði aukinn um 184 þúsund tonn, en það var degi eftir að veiðitímabil norsku skipanna var runnið út.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 629,06 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 472,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 261,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 307,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 393,15 kr/kg |
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 153 kg |
Þorskur | 42 kg |
Karfi | 13 kg |
Samtals | 208 kg |
7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 914 kg |
Ufsi | 44 kg |
Grásleppa | 31 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Ýsa | 12 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 1.026 kg |
7.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.432 kg |
Samtals | 1.432 kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 629,06 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 472,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 261,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 307,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 393,15 kr/kg |
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 153 kg |
Þorskur | 42 kg |
Karfi | 13 kg |
Samtals | 208 kg |
7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 914 kg |
Ufsi | 44 kg |
Grásleppa | 31 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Ýsa | 12 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 1.026 kg |
7.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.432 kg |
Samtals | 1.432 kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |