Ótíð truflað veiðar í Barentshafi

Örfirisey RE-4 er eitt þeirra ´silenska skipa sem nú er …
Örfirisey RE-4 er eitt þeirra ´silenska skipa sem nú er á veiðum í Barentshafi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Áhöfnin á frystitogaranum Örfirisey RE er komin á fjórtánda dag veiða í norskri lögsögu í Barentshafi og hefur fengist ágætis fiskur þegar veður er til veiða.

„Hér hafa verið miklir umhleypingar í og t.a.m. er nú búið að vera brjálað veður í um sólarhring. Mér skilst að veðrið eigi að ganga niður í kvöld en þar til verður lítið um veiði,“ er haft eftir skipstjóranum Arnari Hauki Ævarssyni í færslu á sem birt var á vef Brims í gær.

Þá var togarinn búinn með 13 daga á veiðum og kominn með 500 tonna afla, en leita þarf fyrir sér vegna ótíðarinnar. „Við erum nú á Nordkappbanka en lengst austur og í leiðinni í norður höfum við farið á svokallaðan Marshrygg eða nánar til tekið á 73°15´N og 28°40´A.“

Fjöldi skipa á svæðinu

Arnar Haukur útskýrir að kvótinn sem Örfirisey er nú að reyna að veiða sé gefinn út í þorski og að hlutfall aukaafla má vera allt að 30%. Það sé hins vegar misjafnt hve mikið megi veiða af öðrum tegundum en þorski. Má ufsa- og ýsuaflinn vera allt að 48 til 49% en karfinn má ekki fara yfir 20%. Aðalatriðið er að þorskurinn sé ávallt meirihluti aflans.

„Þetta er ágætis fiskur sem við höfum verið að fá. Hann er vel haldinn af loðnuáti en við höfum nokkuð víða orðið varir við loðnu. Þorskurinn er á stærðarbilinu þrjú til fjögur kíló en maður sér alveg stöku vertíðarþorska inni á milli í aflanum,“ segir Arnar Haukur.

Mikill fjöldi skipa eru á svæðinu og kemur það stundum í veg fyrir að hægt sé að ná öllum þeim afla sem hugsast getur. „Hér er fjöldi Rússa auk heimamanna og Færeyinga og eins og gerist þá eru skipstjórnarmenn allra skipa fljótir að bregðast við aflafréttum. Því dregur oftar en ekki hratt úr veiðinni.”

Sólberg ÓF-1 er fastur gestur í Barentshafi.
Sólberg ÓF-1 er fastur gestur í Barentshafi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Auk Örfiriseyjar eru íslensku togararnir Sólberg ÓF, Björgvin EA og Harðbakur EA á veiðum á svæðinu. „Sólberg fer áleiðis heim á leið á morgun en mér skilst að Harðbakur og jafnvel Björgvin muni landa ferskum afla í vinnslu í Honningsvåg. Sjálfir eigum við að koma til hafnar á Íslandi 23. mars en ég reikna með því að það taki tvo túra að veiða þorskkvóta Brims hér í norsku lögsögunni,“ segir Arnar Haukur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 634,92 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 439,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 492,60 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 252,35 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 914 kg
Ufsi 44 kg
Grásleppa 31 kg
Skarkoli 20 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.026 kg
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 634,92 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 439,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 492,60 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 252,35 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 295,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 395,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 914 kg
Ufsi 44 kg
Grásleppa 31 kg
Skarkoli 20 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.026 kg
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 541 kg
Steinbítur 201 kg
Ýsa 77 kg
Þorskur 73 kg
Sandkoli 66 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 976 kg
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 1.017 kg
Skarkoli 90 kg
Steinbítur 63 kg
Grásleppa 7 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 1.184 kg

Skoða allar landanir »