Fóður helsta áskorun laxeldis á heimsvísu

Jónas Viðarsson hjá MATÍS kynnti þróunarverkefni sem snu að nýjum …
Jónas Viðarsson hjá MATÍS kynnti þróunarverkefni sem snu að nýjum próteingjöfum fyrir laxafóður og unnið hefur verið að hér á landi. mbl.is/Gunnlaugur

Eldi skipar mikinn sess á málþingi stjórnenda sjávarfangsfyrirtækja, North Atlantic Seafood forum (NASF), sem fram fer í Bergen í Noregi.

Í erindi sínu vakti Jónas Viðarsson hjá MATÍS athygli á því hve mikilvægir nýir próteingjafar væru fyrir vaxandi fóðurframleiðslu fyrir laxeldi og benti á að Evrópa flytur inn 70% af próteini sem nýtt er í fóður. Ljóst er að fiskimjöl og lýsi eru af skornum skammti og stendur yfir mikil leit að próteingjöfum sem geta stutt við öran vöxt eldisgreinarinnar á heimsvísu. 

Slikir próteingjafar þurfa að uppfylla ströng skilyrði um vöxt fiska og ekki síst tryggja að þeir haldi góðri heilsu. Í þessu samhengi kynnti Jónas þau verkefni sem unnið hefur verið að á Íslandi sem hafa byggt á nýtingu örþörunga, einfrumupróteina og skordýra.

Einfrumuprótein hafa vakið töluverða athygli ekki síst þar sem það er unnið úr aukaafurðum timburiðnaðar.

Einnig hafa verið gerðar tilraunir með örþörungum en í því tilviki minnkaði vöxtur þegar hlutfall þeirra af fóðrinu fór yfir ákveðið magn. Jafnframt urðu kjúklingarnir sem gefnir voru fóður með mikið af örþörungum grænir. Eitthvað sem skiljanlega teljast óæskileg áhrif.

Í sátt við umhverfið 

Leitin að próteingjöfum var einnig áberandi í erindi Carlos Diaz, forstjóra BioMar. Sagði hann að ekki væri nóg að finna nýja próteingjafa heldur þurfa þeir einnig að rúmast innan markmiða um minnkun losun gróðurhúsalofttegunda og betri umgengni um náttúruna.

Upplýsti Diaz að BioMar Stefni að því að minnka kolefnisspor sitt á næstu árum um 30% og ná kolefnishlutleysi árið 2030.

Carlos Diaz, forstjóri BioMar, vakti athygli á áhrifum fóðurframleiðslu á …
Carlos Diaz, forstjóri BioMar, vakti athygli á áhrifum fóðurframleiðslu á umhverfið. mbl.is/Gunnlaugur

Bætt umgengni við náttúruna er eitt af þeim markmiðum sem tekið er tillit til í skoðun BioMar og Laxár fiskafóðurs um uppbyggingu fóðurverksmiðju sem gæti annað alla innlenda eftirspurn.

Laxá er dótturfélag Síldarvinnslunnar og er meðal hugmynda að nýta hráefni sem framleitt er af útgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »