Ísfélagið kaupir fyrir um 9 milljarða í fiskeldi

Ísfélag Vestmannaeyja hefur keypt fyrir 8 milljarða í fiskeldi á …
Ísfélag Vestmannaeyja hefur keypt fyrir 8 milljarða í fiskeldi á Austfjörðum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísfélag Vestmannaeyja hefur gert samkomulag við meirihlutaeiganda Ice Fish Farm, sem er eigandi fiskeldis á Austfjörðum, um kaup á um 16% hlut í félaginu. Er þetta gert samhliða hlutafjáraukningu í fiskeldisfyrirtækinu, en hlutur Ísfélagsins í viðskiptunum er metinn á tæplega 9 milljarða íslenskra króna og er fiskeldið þar með metið á tæplega 55 milljarða. Greint er frá viðskiptunum í tilkynningu til norsku kauphallarinnar.

Norska félagið Måsøval Eiendom AS hefur átt 56% hlut í Ice Fish Farm, en það hefur meðal annars keypt eldisfyrirtækin Fiskeldi Austfjarða og Laxa.

Samkvæmt tilkynningunni mun Måsøval Eiendom setja öll bréf sín í Ice Fish Farm í nýtt félag sem fær nafnið Austur Holding AS. Ísfélagið mun samhliða hlutafjáraukningu í Ice Fish Farm eignast 29,3% hlut í Austur, en fram kemur einnig að Austur muni eftir hlutafjáraukninguna áfram eiga 56% hlut í Ice Fish Farm.

Samtals á Måsøval Eiendom í dag 51.361.866 hluti í Ice Fish Farm. Ísfélagið mun eiga um 647 þúsund hluti í Austur og miðað við gengið 43 NOK á hlut í viðskiptunum er hlutur Ísfélagsins metinn á tæplega 9 milljarða. Heildarvirði Ice Fish Farm miðað við þetta gengi er hins vegar tæplega 55 milljarðar.

Viðskiptin áttu sér stað á gengi sem er 65% yfir dagslokagengi bréfanna í gær í kauphöllinni, þegar þau lokuðu í 26 NOK á hlut. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað talsvert og standa nú í um 34 NOK á hlut.

Haft er eftir Einari Sigurðssyni, varaformanni stjórnar Ísfélagsins, í tilkynningunni að félagið sé ánægt að taka þessi skref inn í fiskeldisgeirann. Segir hann félagið hafa fylgst með vexti í greininni undanfarin ár og hafi trú á að áfram verði stöðugur vöxtur til margra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »