Úthafssáttmálin markar tímamót

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is sögu­leg­an úthafs­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna vera mikið fagnaðarefni og að fisk­veiðar Íslend­ing­ar verði alltaf að vinn­ast í tengsl­um við líf­fræðilega fjöl­breytni og vernd­un vist­kerfa.

„Þetta er mjög mik­il­vægt skref fyr­ir vernd líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni á heimsvísu og hér á Íslandi er þetta auðvitað líka mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að halda því til haga að það eru ekki bara auðlind­ir sjáv­ar sem eru mik­il­væg­ar fyr­ir okk­ur, held­ur er það líka á okk­ar ábyrgð að skila kom­andi kyn­slóðum heil­brigðum hafsvæðum þar sem að líf­fræðileg­ur fjöl­breyti­leiki er í fyrri­rúmi,“ seg­ir Svandís. 

Aðild­ar­ríki Sam­einuðu þjóðanna komust að sam­komu­lagi um helg­ina, en samn­ingaviðræður hafa staðið yfir í meira en tíu ár. 

Úthafs­sátt­mál­inn ger­ir ráð fyr­ir að 30% af út­höf­un­um verði að vernd­ar­svæðum fyr­ir árið 2030. Síðasti alþjóðlegi samn­ing­ur­inn er varðar út­hafið var und­ir­ritaður árið 1982 og ger­ir ráð fyr­ir að 1,2% út­hafs­svæða séu friðuð, það er því enn staðan í dag. 

Úthafssáttmálinn gerir ráð fyrir að 30% af úthöfunum verði að …
Úthafs­sátt­mál­inn ger­ir ráð fyr­ir að 30% af út­höf­un­um verði að vernd­ar­svæðum fyr­ir árið 2030. AFP/​Pablo Cozzaglio

„Þessi sátt­máli sem er til umræðu mark­ar tíma­mót vegna þess að þarna eru þjóðir heims að sam­mæl­ast um til­tek­in mark­mið. Við höf­um í raun og veru sam­bæri­leg mark­mið sem ís­lensk stjórn­völd hafa sett sér um vernd­un viðkvæmra hafs­svæða og botn­vist­kerfa í land­helgi Íslands,“ seg­ir Svandís. 

Hún nefn­ir að full­trúi Íslands var viðstadd­ur fund aðild­ar­ríkj­anna um helg­ina og tók þátt í und­ir­bún­ingi og aðkomu sátt­mál­ans fyr­ir hönd Íslands. 

Inni­hald samn­ings­ins hef­ur ekki enn verið gert op­in­bert, en hann mun taka gildi um leið og lög­fræðing­ar hafa farið yfir hann og eft­ir að hann hef­ur verið þýdd­ur yfir á öll sex op­in­beru tungu­mál Sam­einuðu þjóðanna.

Nýja reglu­gerðin fyrsta skrefið

„Við erum í raun og veru með þessa framtíðar­stefnu, það er að segja að við séum með þetta sama hlut­fall inn­an ís­lenskra hafsvæða og njóti svæðis­bund­inn­ar vernd­ar. Fyrsta skrefið í átt­ina að þess­um mark­miðum er reglu­gerð sem var birt núna í síðustu viku,“ seg­ir Svandís og vís­ar þar til áður­nefnd­ar reglu­gerðar um vernd­un viðkvæmra hafs­svæða og botn­vist­kerfa. 

Í reglu­gerðinni eru skil­greind þrjú ný svæði þar sem botn­veiðar verða óheim­il­ar. Að auki hafa verið færð inn í sömu reglu­gerð svæði sem áður voru í reglu­gerð um friðun­ar­svæði við Ísland. All­ar veiðar nema hand­færa­veiðar og veiðar á upp­sjáv­ar­fiski með flot­vörpu og hring­nót verða fram­veg­is óheim­il­ar á þess­um svæðum.

„Í fram­haldi af því, og því tengdu, er mik­il vinna sem er í gangi inn­an stjórn­kerf­is­ins til að greina hvernig við síðan náum þess­um settu vernd­ar­mark­miðum. Það er auðvitað bæði end­ur­skoðun á vernd­un og nýt­ingu hafs­ins þar sem við þurf­um að horfa til bæði þeirra verk­færa sem við erum með – þeirr­ar lög­gjaf­ar sem við erum með, hvort sem að það eru nátt­úru­vernd­ar­lög eða lög um fisk­veiðar – þar sem við þurf­um að skoða hvað er hægt að gera á grund­velli þess. En auðvitað þarf alltaf að vinna þetta á vís­inda­leg­um grunni með þetta meg­in­mark­mið, sem er að tryggja vernd líf­rík­is­ins, og þá á grund­velli þess að tryggja sjálf­bæra nýt­ingu auðlind­anna.“

Veru­lega aukið hafs­svæði

Mun sátt­mál­in hafa áhrif á fisk­veiðar Íslend­inga?

„Þetta er eitt­hvað sem verður að vinna í sam­starfi við hagaðila. Ég held að fisk­veiðar verða alltaf að vinn­ast í tengsl­um við líf­fræðilega fjöl­breytni og vernd­un vist­kerfa. Þannig að varúðarregl­an er í raun­inni grund­völl­ur okk­ar fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is sem að snýst um það að ráðgjöf um nýt­ingu nytja­stofna bygg­ir alltaf á vís­ind­um og líf­fræðilegri þekk­ingu. Þannig að þetta er al­gjör­lega í sam­ræmi við það sem að við höf­um haft að leiðarljósi í okk­ar stjórn­un, en um leið þá þurf­um við auðvitað að horf­ast í augu við það að þarna er um að ræða veru­lega aukið hafs­svæði. Sem þýðir það að við þurf­um að horfa á þetta sem sér­stakt verk­efni til þess að við séum áfram í fremstu röð.“

Svandís segir að fiskveiðar Íslendingar verði alltaf að vinnast í …
Svandís seg­ir að fisk­veiðar Íslend­ing­ar verði alltaf að vinn­ast í tengsl­um við líf­fræðilega fjöl­breytni og vernd­un vist­kerfa. mbl.is/​Al­fons

For­senda fæðuör­ygg­is 

Svandís seg­ist telja að sátt­mál­in sé ein af for­send­um þess að fæðuör­yggi sé tryggt á heimsvísu til lengri tíma. 

„Það er það sem að er mikið rætt núna, bæði í tengsl­um við lofts­lags­mál en líka í tengsl­um við mat­væla­mál. Fæðukerfið á stóra skal­an­um, það er að segja hvort sem að það er land­búnaður, fisk­veiðar, fisk­eldi eða önn­ur mat­væla­fram­leiðsla, að það sé alltaf með þessa sjálf­bærni að leiðarljósi,“ seg­ir hún og bæt­ir við að heims­byggðin eigi ekki að ganga á líf­fræðilega fjöl­breytni og lofts­lags­sjón­ar­miðin. 

„Þannig get­um við haldið áfram að tryggja fæðuör­yggi, og í raun og veru horf­ast í augu við það risa­vaxna verk­efni okk­ar allra, sem er að tryggja nægi­legt fæðufram­boð fyr­ir mann­kynið,“ seg­ir Svandís og ít­rek­ar því að út­hafs­sátt­mál­in sé mikið fagnaðarefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »