Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir í samtali við mbl.is sögulegan úthafssáttmáli Sameinuðu þjóðanna vera mikið fagnaðarefni og að fiskveiðar Íslendingar verði alltaf að vinnast í tengslum við líffræðilega fjölbreytni og verndun vistkerfa.
„Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir vernd líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu og hér á Íslandi er þetta auðvitað líka mikilvægt fyrir okkur að halda því til haga að það eru ekki bara auðlindir sjávar sem eru mikilvægar fyrir okkur, heldur er það líka á okkar ábyrgð að skila komandi kynslóðum heilbrigðum hafsvæðum þar sem að líffræðilegur fjölbreytileiki er í fyrrirúmi,“ segir Svandís.
Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komust að samkomulagi um helgina, en samningaviðræður hafa staðið yfir í meira en tíu ár.
Úthafssáttmálinn gerir ráð fyrir að 30% af úthöfunum verði að verndarsvæðum fyrir árið 2030. Síðasti alþjóðlegi samningurinn er varðar úthafið var undirritaður árið 1982 og gerir ráð fyrir að 1,2% úthafssvæða séu friðuð, það er því enn staðan í dag.
„Þessi sáttmáli sem er til umræðu markar tímamót vegna þess að þarna eru þjóðir heims að sammælast um tiltekin markmið. Við höfum í raun og veru sambærileg markmið sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér um verndun viðkvæmra hafssvæða og botnvistkerfa í landhelgi Íslands,“ segir Svandís.
Hún nefnir að fulltrúi Íslands var viðstaddur fund aðildarríkjanna um helgina og tók þátt í undirbúningi og aðkomu sáttmálans fyrir hönd Íslands.
Innihald samningsins hefur ekki enn verið gert opinbert, en hann mun taka gildi um leið og lögfræðingar hafa farið yfir hann og eftir að hann hefur verið þýddur yfir á öll sex opinberu tungumál Sameinuðu þjóðanna.
„Við erum í raun og veru með þessa framtíðarstefnu, það er að segja að við séum með þetta sama hlutfall innan íslenskra hafsvæða og njóti svæðisbundinnar verndar. Fyrsta skrefið í áttina að þessum markmiðum er reglugerð sem var birt núna í síðustu viku,“ segir Svandís og vísar þar til áðurnefndar reglugerðar um verndun viðkvæmra hafssvæða og botnvistkerfa.
Í reglugerðinni eru skilgreind þrjú ný svæði þar sem botnveiðar verða óheimilar. Að auki hafa verið færð inn í sömu reglugerð svæði sem áður voru í reglugerð um friðunarsvæði við Ísland. Allar veiðar nema handfæraveiðar og veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót verða framvegis óheimilar á þessum svæðum.
„Í framhaldi af því, og því tengdu, er mikil vinna sem er í gangi innan stjórnkerfisins til að greina hvernig við síðan náum þessum settu verndarmarkmiðum. Það er auðvitað bæði endurskoðun á verndun og nýtingu hafsins þar sem við þurfum að horfa til bæði þeirra verkfæra sem við erum með – þeirrar löggjafar sem við erum með, hvort sem að það eru náttúruverndarlög eða lög um fiskveiðar – þar sem við þurfum að skoða hvað er hægt að gera á grundvelli þess. En auðvitað þarf alltaf að vinna þetta á vísindalegum grunni með þetta meginmarkmið, sem er að tryggja vernd lífríkisins, og þá á grundvelli þess að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna.“
Mun sáttmálin hafa áhrif á fiskveiðar Íslendinga?
„Þetta er eitthvað sem verður að vinna í samstarfi við hagaðila. Ég held að fiskveiðar verða alltaf að vinnast í tengslum við líffræðilega fjölbreytni og verndun vistkerfa. Þannig að varúðarreglan er í rauninni grundvöllur okkar fiskveiðistjórnunarkerfis sem að snýst um það að ráðgjöf um nýtingu nytjastofna byggir alltaf á vísindum og líffræðilegri þekkingu. Þannig að þetta er algjörlega í samræmi við það sem að við höfum haft að leiðarljósi í okkar stjórnun, en um leið þá þurfum við auðvitað að horfast í augu við það að þarna er um að ræða verulega aukið hafssvæði. Sem þýðir það að við þurfum að horfa á þetta sem sérstakt verkefni til þess að við séum áfram í fremstu röð.“
Svandís segist telja að sáttmálin sé ein af forsendum þess að fæðuöryggi sé tryggt á heimsvísu til lengri tíma.
„Það er það sem að er mikið rætt núna, bæði í tengslum við loftslagsmál en líka í tengslum við matvælamál. Fæðukerfið á stóra skalanum, það er að segja hvort sem að það er landbúnaður, fiskveiðar, fiskeldi eða önnur matvælaframleiðsla, að það sé alltaf með þessa sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir hún og bætir við að heimsbyggðin eigi ekki að ganga á líffræðilega fjölbreytni og loftslagssjónarmiðin.
„Þannig getum við haldið áfram að tryggja fæðuöryggi, og í raun og veru horfast í augu við það risavaxna verkefni okkar allra, sem er að tryggja nægilegt fæðuframboð fyrir mannkynið,“ segir Svandís og ítrekar því að úthafssáttmálin sé mikið fagnaðarefni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.3.25 | 475,79 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.3.25 | 504,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.3.25 | 242,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.3.25 | 227,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.3.25 | 34,80 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.3.25 | 201,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.3.25 | 224,74 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.3.25 | 475,79 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.3.25 | 504,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.3.25 | 242,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.3.25 | 227,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.3.25 | 34,80 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.3.25 | 201,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.3.25 | 224,74 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |