Lax og rækja yfirtaki svín og kjúkling

Gorjan Nikolik, greinanadi hjá Rabobank International, telur líklegt að umfang …
Gorjan Nikolik, greinanadi hjá Rabobank International, telur líklegt að umfang viðskipta með eldislax og eldisrækju taki fram úr svínakjöti og kjúklingi á komandi árum. mbl.is/Gunnlaugur

Verðmæti afurða úr eldi lax­fiska og rækju á heimsvísu gæti hæg­lega tekið fram úr verðmæt­um svína­kjöts og kjúk­lings. Þetta er mat Gorj­an Ni­kolik, grein­anda hjá Ra­bobank In­ternati­onal til sautján ára.

Fram kom í er­indi hans á málþing­inu North Atlantic Sea­food for­um, sem fram fór í Ber­gen í Nor­egi í vik­unni, að litlu mun­ar á heild­ar­verðmæti teg­und­anna og það þrátt fyr­ir að eldi þess­ara teg­unda sé tals­vert minna í um­fangi en svína- og kjúk­linga­rækt. Útil­okað er að verðmæt­in fari fram úr nauta­kjöti á næst­unni, að sögn Ni­kolik.

Benti hann á að verðmæti seldra svína­af­urða dróst sam­an um 13,1% milli ár­anna 2021 og 2022, en jókst um 16,5% í til­felli kjúk­lings. Þá jókst verðmæti rækju­af­urða um 6,2% á sama tíma­bili en hafði milli 2020 og 2021 auk­ist um 19,8%. Sömu sögu er að segja í til­felli eldi lax­fiska sem skilaði 11,5% meiri verðmæt­um 2022 en 2021 og 21,3% meiri verðmæt­um 2021 en 2020.

Kína hvarf og Ísland hvergi að finna

Í er­indi sínu skýrði Ni­kolik einnig frá helstu straum­um í viðskipt­um með sjáv­ar­af­urðir á heimsvísu und­an­far­in ár og vakti mikla at­hygli að þegar tal­in eru upp þau ríki með mest­an nettó út­flutn­ing sjáv­ar­af­urða var Kína ekki meðal efstu tíu árið 2022.

Kína var um langt skeið efst á list­an­um, en fyrsta sætið vermdi hins veg­ar Nor­eg­ur árið 2022. Þrátt fyr­ir að Ísland flytji nán­ast allt fram­leitt sjáv­ar­fang á er­lenda markaði, dug­ar það ekki í magni eða verðmæt­um til þess að Ísland rati í efstu tíu sæt­in.

Nor­eg­ur get­ur þakkað vax­andi verðmæti sem fást úr hverju kílói af eld­islaxi en Ekvador stekk­ur upp í annað sæti vegna mik­ils vaxt­ar í rækju­eldi þar í landi. Ekvador er ekki aðeins með ein­stak­lega heppi­leg­ar aðstæður til slíks eld­is, held­ur er landið langt frá því að full­nýta þau svæði sem slík starf­semi get­ur fari fram á, að sögn Ni­kolik.

Í Síle hef­ur verið sterk lax­eld­is­grein um nokk­urt skeið og er ríkið því of­ar­lega á list­an­um. Ind­land og Víet­nam fram­leiða bæði nokkuð af veidd­um sjáv­ar­af­ur­um en þar er einnig um­tals­vert rækju- og til­apía­eldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »