Skerða raforku vegna viðhalds

Háannatími er í loðnuvinnslu en skerðingar á raforkuafhendingu leiða til …
Háannatími er í loðnuvinnslu en skerðingar á raforkuafhendingu leiða til þess að olía er brennd til vinnslunnar mbl.is/Kristinn Magnússon

Skerðing­ar voru á af­hend­ingu raf­orku til fisk­mjöls­verk­smiðja frá sunnu­degi til há­deg­is í gær, föstu­dag, vegna viðhalds í Búðar­háls­stöð. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­virkj­un munu skerðing­arn­ar hefjast á ný frá og með mánu­dags­morgni. Viðhaldið í Búðar­háls­stöð kem­ur í kjöl­farið á stóru viðhalds­verk­efni í Búr­fells­stöð sem lauk fyr­ir mánaðamót, þar sem farið var í yf­ir­ferð á einni vél­anna. Þegar raf­orku er ekki til að skipta, brenna verk­smiðjurn­ar olíu til að halda full­um af­köst­um við bræðslu í loðnu­vertíðinni.

Fisk­mjöls­verk­smiðjurn­ar kaupa ótrygga raf­orku af fram­leiðanda, það er Lands­virkj­un, sem fel­ur í sér að þær mega bú­ast við skerðingu hvort sem er vegna stöðu í lón­um eða skorts á afli. Með þessu fá verk­smiðjurn­ar raf­ork­una á hag­stæðustu kjör­um. Tölu­vert hef­ur verið um skerðing­ar á raf­orku til verk­smiðjanna það sem af er ári. Ólíkt vertíðinni á síðasta ári, hafa skerðing­arn­ar í ár ekki komið til vegna vand­ræða með vatns­bú­skap­inn. Skerðing­ar hafa ann­ars veg­ar komið til vegna þess að raf­magnið hef­ur selst upp og hins veg­ar vegna reglu­bund­ins viðhalds.

Fyr­ir mánaðamót hafði vinnsla raf­orku farið í á þriðja tug skipta yfir 1900 MW, það er há­marks­vinnslu­geta Lands­virkj­un­ar, sam­an­borið við 8 skipti allt árið 2022. Hin mikla eft­ir­spurn mun skýr­ast af aukn­um um­svif­um stór­not­enda vegna hag­stæðs afurðaverðs og vegna kuld­ans í vet­ur sem hef­ur aukið um­tals­vert á eft­ir­spurn.

Viðhald á vertíð óheppi­legt

Jó­hann Peter And­er­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra Fiski­mjöls­fram­leiðenda, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fram­leiðend­ur hefðu kosið að viðhald fram­leiðslu­véla á raf­magni færi fram á öðrum tíma en á meðan loðnu­vertíð stend­ur. Hann seg­ist þó að sama skapi sýna því skiln­ing að Lands­virkj­un hafi ekki al­veg frjáls­ar hend­ur með það hvenær viðhald á sér stað.

Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar, seg­ir að viðhalds­tíma­bil fyr­ir­tæk­is­ins á ári hverju standi í raun yfir frá janú­ar – des­em­ber. „Það standa sí­fellt ein­hverja aðgerðir yfir og ekki raun­hæft að ætla að flytja viðhald til eft­ir því hvernig stend­ur á hverju sinni. Við reyn­um ein­mitt að dreifa því jafnt yfir árið svo áhrif­in verði sem minnst,“ seg­ir hún í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins.

Los­un marg­fald­ast vegna olíu­brennslu

Í sam­fé­lags­skýrslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar kem­ur fram að kol­efn­is­los­un hafi auk­ist úr 53 þúsund tonn­um CO2-íg í 72 þúsund tonn CO2-íg á síðasta ári. Mun­ar þar mestu um los­un fisk­mjöls­verk­smiðja sem fór úr tæp­um 4 þúsund tonn­um í yfir 20 þúsund tonn, vegna skerðing­ar á af­hend­ingu raf­magns frá Lands­virkj­un sem olli því að ol­íu­notk­un jókst um­tals­vert. Á Viðskiptaþingi í síðasta mánuði kom fram að raf­magns­skort­ur í loðnu­vertíðinni á síðasta ári hefði orðið til þess að all­ur ávinn­ing­ur af notk­un raf­magns­bíla frá upp­hafi hefði þurrk­ast út.

Að lok­inni vertíð hyggj­ast fisk­mjöls­fram­leiðend­ur setj­ast niður með Lands­virkj­un með það að marki að finna betri lend­ingu en hef­ur verið. „Ég hugsa að við höf­um öll lært eitt­hvað af liðinni vertíð og von­andi verður hægt að skipu­leggja hlut­ina aðeins bet­ur í framtíðinni. Hver niðurstaðan verður vit­um við ekki, en auðvitað von­umst við öll til þess nægt fram­boð verði af raf­magni. Það er nauðsyn­legt ef menn ætla að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar um los­un,“ seg­ir Jó­hann að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 572,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 382,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,88 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 572,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 382,94 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,88 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »