Hyggst knýja á um frekari kjarabætur

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu um kjarasamning …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna skýra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstaðan sendir skýr skilaboð til okkar sem semjum fyrir þeirra hönd að betri samning þarf að gera. Ekki síður sendir þetta þau skilaboð til viðsemjenda okkar að sjómenn vilja skipta aflaverðmæti með sanngjarnari hætti. Vilji þeirra er ljós,“ segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, í pistli sem birt var á vef félagsins um helgina.

Eins og þekkt er orðið höfnuðu félagsmenn Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í atkvæðagreiðslu sem lauk 10. mars síðastliðinn.

Meðal sjómanna sem greiddu atkvæði um samningin höfnuðu 67,4% honum og var niðurstaðan því afgerandi. Kjörsókn var hins vegar aðeins 47,6%. Kjörsókn var mun hærri hjá vélstjórnarmönnum, eða 75,7%, og greiddu 59,7% atkvæði gegn samningnum.

Nú bíði greining

„Það verkefni bíður okkar nú að setjast aftur við samningaborðið og knýja á um frekari kjarabætur. Ef marka má fréttir undanfarinna daga af greiddum arðgreiðslum til eigenda nokkurra af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins er ljóst að greinin stendur vel. Þann meðbyr þarf að nýta til að semja með sómasamlegum hætti við sjómenn,“ skrifar Guðmundur Helgi.

Andstætt öðrum starfsmönnum á íslenskum fiskiskipum samþykktu félagsmenn Félags skipstjórnarmanna (FS) kjarasamninginn með 55,4% greiddra atkvæða. Kjörsókn var hæst hjá skipstjórnarmönnum.

„Samningurinn var felldur af öðrum félögum en okkur, það er eins og gengur og gerist í lýðræðislegum atkvæðagreiðslum. Nú þarf bara að greina hvað menn voru ósáttir við og kanna hvort hægt er að ná samkomulagi,“ sagði Árni Sverrisson, formaður FS, í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »