Landaði sínum fyrsta farmi á Eskifirði

Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti EA segir nýtt skip Samherja …
Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti EA segir nýtt skip Samherja reynast vel. Ljósmynd/Samherji

Upp­sjáv­ar­a­skipið Mar­grét EA 710 kom til hafn­ar á Eskif­irði í gær með tvö þúsund tonn af loðnu og er það fyrsta lönd­un fyr­ir nýja eig­end­ur, Sam­herja.

„Skipið fór frá Skotlandi á sunnu­degi og inn­an við viku síðar er sem sagt landað hérna á Eskif­irði. Geri aðrir bet­ur segi ég nú bara. Loðnu­vertíðin er lík­lega á loka­metr­un­um, þannig að hver sól­ar­hring­ur er dýr­mæt­ur,“ seg­ir Hjört­ur Vals­son, skip­stjóri á Mar­gréti, í færslu á vef Sam­herja.

Skipið var smíðað í Nor­egi árið 2008 en keypt í Skotlandi og bar þá nafnið Christ­ina S. Komið var ti Reykja­vík­ur 8. mars síðastliðinn og var haldið á loðnumiðin út af Reykja­nesi á föstu­dags­morg­un. Þar var afli fjögg­urra skipa dælt um borð og var síðan stefn­an sett á Eskifjörð.

Margrét EA kemur til hafnar á Eskifirði með fyrsta farminn …
Mar­grét EA kem­ur til hafn­ar á Eskif­irði með fyrsta farm­inn fyr­ir nýja eig­end­ur. - Mar­grét EA - loðnu­vertíð - Sam­herji Ljós­mynd/​Sam­herji

„All­ir tankn­ar skips­ins eru full­ir og lík­lega tek­ur um sól­ar­hring að dæla hrá­efn­inu í land. Okk­ar fyrsta reynsla af skip­inu er góð í alla staði, það fer vel um mann­skap­inn og all­ur aðbúnaður er til fyr­ir­mynd­ar. Tækja­búnaður­inn er sömu­leiðis góður, vél­in er kraft­mik­il og er auk þess lítið keyrð. Það er greini­legt að fyrri eig­end­ur hugsuðu vel um skipið. Við erum sjö í áhöfn og ég heyri ekki annað en að all­ir séu sér­lega ánægðir með skipið og aðbúnaðinn,“ út­skýr­ir Hjört­ur.

Hann seg­ir jafn­framt skemmti­legt fyr­ir skip­stjóra að landa fyrsta farmi. „Þar sem loðnu­vertíðin er senn á enda, er lík­legt að Mar­grét fari næst á kol­munna­veiðar og svo á mak­ríl. Skipið er ekki búið til nóta­veiða, en vel út­búið til veiða með flottrolli. Þetta er hörku gott skip, frænd­urn­ir Kristján og Þor­steinn Már gerðu greini­lega góð og skyn­sam­leg kaup.“

Gert klárt fyrir dælingu.
Gert klárt fyr­ir dæl­ingu. Ljós­mynd/​Sam­herji
Hjörtur og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í brúnni á …
Hjört­ur og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í brúnni á nýju skipi. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »