Kvótafrumvarp fyrir Alþingi fyrir mánaðarlok

Stefnt er að því að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði …
Stefnt er að því að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyrir að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði lagt fyrir alþingi fyrir lok þessa mánaðar, að því er fram kemur í kynningu frumvarpsdraga þess efnis sem birt voru í gær í samráðsgátt stjórnvalda.

Verði frumvarpið samþykkt verða veiðar grásleppusjómanna háð því að þeir eigi hlutdeild í heildaraflamarki hvers árs, en samkvæmt frumvarpsdrögunum er stefnt að því að víkja frá ákvæðum gildandi laga um að miða skuli við veiðireynslu undanfarinna þriggja ára við ákvörðun um hlutdeild. Í stað þess er lagt til að veiðireynsla báta sem hafa stundað grásleppuveiðar verði metin út frá þremur bestu veiðitímabilum af sex, frá og með árinu 2014 til og með árinu 2019.

Þrátt fyrir að stutt er frá birtingu frumvarpsdraganna hefur þegar borist umsögn og snýr hún einmitt á þessum þætti.

„Mjög mörg leyfi hafa verið í geymslu lengi. Engin ástæða er til að úthluta aflahlutdeild á veiðileyfi sem ekki hafa verið í notkun í fjölda ára. Látið þá hafa aflahlutdeild sem eru að vinna í þessu í dag ekki þá sem eru sestir í helgan stein,“ skrifar Vilhjálmur Ólafsson í umsögn sinni.

Takmarkað framsal

Verði frumvarp samhljóða drögunum samþykkt verður hámarkshlutdeild fiskiskipa í grásleppu 2% af heildarkvóta.

Jafnframt er framsali aflaheimildanna sett þau takmörk að ekki má selja þær milli veiðisvæða. Þó er undantekning þar á og er Fiskistofu heimilt að samþykkja flutning aflamarks milli svæða ef verulegar breytingar verða á náttúrulegum skilyrðum veiða.

Veiðisvæðin eru sjö talsins. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Húnaflói, Norðurland, Austurland og Suðurland.

Vilja efla nýliðun

„Markmið fiskveiðistjórnar er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna Íslands og tryggja þannig trausta atvinnu og byggð í landinu. Veiðum á helstu nytjastofnum er stjórnað með úthlutun aflamarks við upphaf hvers fiskveiðiárs á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem fiskiskip hafa. Slík fiskveiðistjórn hefur reynst góð með tilliti til þess hversu auðvelt er að stýra því magni sem er veitt hverju sinni og hefur það einnig aukið hagkvæmni veiða. Á þennan hátt hafa sjálfbærar veiðar verið tryggðar, verið hvatning til nýsköpunar, þar sem aðilar reyna að fá sem mest verðmæti úr aflahlut sínum sem og stuðlað að bættri umgengni um auðlindina,“ segir um tilefni og nauðsyn boðaðra breytinga í greinargerð frumvarpsdraganna.

Einnig er vakin athygli á að lítil nýliðun hafi verið meðal grásleppusjómanna á undanförnum áratug „þrátt fyrir að kostnaður við að hefja veiðar í núverandi kerfi væri ekki hár. Með því að setja skipum aflahlutdeild í grásleppu má leiða líkur til þess að aukin hagkvæmni náist við veiðarnar og hugsanlegt að verðmæti aflaheimilda kunni að aukast og því verði kostnaðarsamara fyrir nýliða að hefja veiðar.“

Grásleppu landað á Húsavík.
Grásleppu landað á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ráðherra verður heimilt að draga 5,3% af aflaheimildum í grásleppu og veita nýliðum sem eru að hefja veiðar.

Gert er ráð fyrir að úthlutun á aflamarki til nýliða verði til eins árs í senn en unnt að fá úthlutað í nokkur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkomandi útgerð/sjómanni tekist að kaupa sér aflahlutdeild til grásleppuveiða. „Unnt sé að fá úthlutað nýliðunaraflamarki í nokkur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkomandi útgerð/sjómanni tekist að kaupa sér aflahlutdeild til grásleppuveiða,“ segir í greinargerðinni.

Auðlindagjald á ný

Með samþykkt frumvarpsins verða grásleppuveiðar gjaldskyldar á ný í tengslum við innheimtu veiðileyfagjöld. Áætlað er að tekjur af veiðigjaldi af grásleppu muni nema um 35 milljónum króna.

Innheimta á að hefjast árið 2024, verði frumvarpið að lögum.

Kvótasetning grásleppuveiða er ekki ný hugmynd og var gerð tilraun til þess gerð fyrir nokkrum árum. Þá hafa grásleppusjómenn ekki verið á einu máli en meirihluti leyfishafa afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, árið 2020 stuðningsyfirlýsing frá meirihluta leyfishafa til grásleppuveiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,67 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 294,92 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 230,65 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,43 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,67 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 294,92 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 230,65 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Sindri BA 24 Landbeitt lína
Þorskur 483 kg
Ýsa 468 kg
Samtals 951 kg
21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg

Skoða allar landanir »