Kvótafrumvarp fyrir Alþingi fyrir mánaðarlok

Stefnt er að því að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði …
Stefnt er að því að frumvarp um kvótasetningu grásleppuveiða verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyr­ir að frum­varp um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða verði lagt fyr­ir alþingi fyr­ir lok þessa mánaðar, að því er fram kem­ur í kynn­ingu frum­varps­draga þess efn­is sem birt voru í gær í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Verði frum­varpið samþykkt verða veiðar grá­sleppu­sjó­manna háð því að þeir eigi hlut­deild í heild­arafla­marki hvers árs, en sam­kvæmt frum­varps­drög­un­um er stefnt að því að víkja frá ákvæðum gild­andi laga um að miða skuli við veiðireynslu und­an­far­inna þriggja ára við ákvörðun um hlut­deild. Í stað þess er lagt til að veiðireynsla báta sem hafa stundað grá­sleppu­veiðar verði met­in út frá þrem­ur bestu veiðitíma­bil­um af sex, frá og með ár­inu 2014 til og með ár­inu 2019.

Þrátt fyr­ir að stutt er frá birt­ingu frum­varps­drag­anna hef­ur þegar borist um­sögn og snýr hún ein­mitt á þess­um þætti.

„Mjög mörg leyfi hafa verið í geymslu lengi. Eng­in ástæða er til að út­hluta afla­hlut­deild á veiðileyfi sem ekki hafa verið í notk­un í fjölda ára. Látið þá hafa afla­hlut­deild sem eru að vinna í þessu í dag ekki þá sem eru sest­ir í helg­an stein,“ skrif­ar Vil­hjálm­ur Ólafs­son í um­sögn sinni.

Tak­markað framsal

Verði frum­varp sam­hljóða drög­un­um samþykkt verður há­marks­hlut­deild fiski­skipa í grá­sleppu 2% af heild­arkvóta.

Jafn­framt er framsali afla­heim­ild­anna sett þau tak­mörk að ekki má selja þær milli veiðisvæða. Þó er und­an­tekn­ing þar á og er Fiski­stofu heim­ilt að samþykkja flutn­ing afla­marks milli svæða ef veru­leg­ar breyt­ing­ar verða á nátt­úru­leg­um skil­yrðum veiða.

Veiðisvæðin eru sjö tals­ins. Faxa­flói, Breiðafjörður, Vest­f­irðir, Húna­flói, Norður­land, Aust­ur­land og Suður­land.

Vilja efla nýliðun

„Mark­mið fisk­veiðistjórn­ar er að stuðla að vernd­un og hag­kvæmri nýt­ingu nytja­stofna Íslands og tryggja þannig trausta at­vinnu og byggð í land­inu. Veiðum á helstu nytja­stofn­um er stjórnað með út­hlut­un afla­marks við upp­haf hvers fisk­veiðiárs á grund­velli þeirr­ar afla­hlut­deild­ar sem fiski­skip hafa. Slík fisk­veiðistjórn hef­ur reynst góð með til­liti til þess hversu auðvelt er að stýra því magni sem er veitt hverju sinni og hef­ur það einnig aukið hag­kvæmni veiða. Á þenn­an hátt hafa sjálf­bær­ar veiðar verið tryggðar, verið hvatn­ing til ný­sköp­un­ar, þar sem aðilar reyna að fá sem mest verðmæti úr afla­hlut sín­um sem og stuðlað að bættri um­gengni um auðlind­ina,“ seg­ir um til­efni og nauðsyn boðaðra breyt­inga í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna.

Einnig er vak­in at­hygli á að lít­il nýliðun hafi verið meðal grá­sleppu­sjó­manna á und­an­förn­um ára­tug „þrátt fyr­ir að kostnaður við að hefja veiðar í nú­ver­andi kerfi væri ekki hár. Með því að setja skip­um afla­hlut­deild í grá­sleppu má leiða lík­ur til þess að auk­in hag­kvæmni ná­ist við veiðarn­ar og hugs­an­legt að verðmæti afla­heim­ilda kunni að aukast og því verði kostnaðarsam­ara fyr­ir nýliða að hefja veiðar.“

Grásleppu landað á Húsavík.
Grá­sleppu landað á Húsa­vík. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Ráðherra verður heim­ilt að draga 5,3% af afla­heim­ild­um í grá­sleppu og veita nýliðum sem eru að hefja veiðar.

Gert er ráð fyr­ir að út­hlut­un á afla­marki til nýliða verði til eins árs í senn en unnt að fá út­hlutað í nokk­ur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkom­andi út­gerð/​sjó­manni tek­ist að kaupa sér afla­hlut­deild til grá­sleppu­veiða. „Unnt sé að fá út­hlutað nýliðun­ar­afla­marki í nokk­ur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkom­andi út­gerð/​sjó­manni tek­ist að kaupa sér afla­hlut­deild til grá­sleppu­veiða,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Auðlinda­gjald á ný

Með samþykkt frum­varps­ins verða grá­sleppu­veiðar gjald­skyld­ar á ný í tengsl­um við inn­heimtu veiðileyf­a­gjöld. Áætlað er að tekj­ur af veiðigjaldi af grá­sleppu muni nema um 35 millj­ón­um króna.

Inn­heimta á að hefjast árið 2024, verði frum­varpið að lög­um.

Kvóta­setn­ing grá­sleppu­veiða er ekki ný hug­mynd og var gerð til­raun til þess gerð fyr­ir nokkr­um árum. Þá hafa grá­sleppu­sjó­menn ekki verið á einu máli en meiri­hluti leyf­is­hafa af­hentu Kristjáni Þór Júlí­us­syni, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, árið 2020 stuðnings­yf­ir­lýs­ing frá meiri­hluta leyf­is­hafa til grá­sleppu­veiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 579,95 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,27 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 117,52 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 265,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 579,95 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,27 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 117,52 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 265,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »