Myndskeið: Elsti stálbátur landsins dregur netin

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:17
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:17
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Það var kalt þegar Mar­on GK-522 var á miðunum við Straums­vík að draga net­in síðastliðinn sunnu­dag. Kom Mar­on til hafn­ar í Kefla­vík í kjöl­farið með 2,2 tonn af væn­um þorski.

Þrátt fyr­ir 9 stiga frost og 13 metra norðaustanátt var nátt­úru­feg­urðin ótrú­leg. Vildi svo til að Jón Stein­ar Sæ­munds­son var á staðnum til að ná þess­ari stund á mynd með dróna. Sjón er sögu rík­ari.

Mar­on er elsti stál­bát­ur Íslands sem er enn í rekstri og var hann smíðaður árið 1955 af Scheepswerf Kraaier í Za­andam í Hollandi. Neta­bát­ur­inn hét upp­haf­lega Búðafell SU-90 og var gert út af Búðafelli hf. á Fá­skrúðsfirði. Hann var síðan seld­ur Hóps­nesi hf. í Grinda­vík árið 1965 og fékk þá nafnið Hóps­nes GK 77.

Komið víða við sögu

Þá var bát­ur­inn seld­ur Hæl­is­vík sf. 1969 og fékk nafnið Haf­berg GK-377. Árið 1972 varð bát­ur­inn að Torf­hildi KE-32 þegar Torfi Jóns­son út­gerðarmaður í Kefla­vík keypti hann, en Hæl­is­vík eignaðist bát­inn á ný 1973. Bjarg hf. á Hellis­andi keypti bát­inn 1975 og gaf hon­um nafnið Bjargey SH-230 en seldi hann Ómari Sig­urðssyni og Erni Snorra­syni á Blönduósi árið 1980 og gáfu þeir hon­um nafnið Þröst­ur HU.

Þann 20. janú­ar árið 1982 eignaðist Gunn­ar Þór Ólafs­son í Reykja­vík neta­bát­inn sem nú hét Þröst­ur ÍS-222. Aðeins átta dög­um síðar var Þröst­ur seld­ur Bergi sf. í Hafnafrið og hélt áfram sama nafni en fékk staf­ina HF-51.

Fékk Þröst­ur síðan staf­ina KE-51 árið 1984 þegar Brynj­ólf­ur hf. og Agn­ar Smári Ein­ars­son í Innri Njarðvík keypti bát­inn, en Agn­ar Smári var einn eig­andi Þrast­ar frá 1989. Ein­ar Þ. Magnús­son í Kefla­vík keypti síðan neta­bát­inn árið 1991 og fékk hann nafnið Ósk KE-5.

Ósk varð síðan að Þór­unni GK og er nú Mar­on GK gerður út af fé­lagi Hólm­gríms Sig­valda­son­ar, Mar­on ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 579,95 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,27 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 117,52 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 579,95 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,27 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 117,52 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »