Myndskeið: Elsti stálbátur landsins dregur netin

Það var kalt þegar Maron GK-522 var á miðunum við Straumsvík að draga netin síðastliðinn sunnudag. Kom Maron til hafnar í Keflavík í kjölfarið með 2,2 tonn af vænum þorski.

Þrátt fyrir 9 stiga frost og 13 metra norðaustanátt var náttúrufegurðin ótrúleg. Vildi svo til að Jón Steinar Sæmundsson var á staðnum til að ná þessari stund á mynd með dróna. Sjón er sögu ríkari.

Maron er elsti stálbátur Íslands sem er enn í rekstri og var hann smíðaður árið 1955 af Scheepswerf Kraaier í Zaandam í Hollandi. Netabáturinn hét upphaflega Búðafell SU-90 og var gert út af Búðafelli hf. á Fáskrúðsfirði. Hann var síðan seldur Hópsnesi hf. í Grindavík árið 1965 og fékk þá nafnið Hópsnes GK 77.

Komið víða við sögu

Þá var báturinn seldur Hælisvík sf. 1969 og fékk nafnið Hafberg GK-377. Árið 1972 varð báturinn að Torfhildi KE-32 þegar Torfi Jónsson útgerðarmaður í Keflavík keypti hann, en Hælisvík eignaðist bátinn á ný 1973. Bjarg hf. á Hellisandi keypti bátinn 1975 og gaf honum nafnið Bjargey SH-230 en seldi hann Ómari Sigurðssyni og Erni Snorrasyni á Blönduósi árið 1980 og gáfu þeir honum nafnið Þröstur HU.

Þann 20. janúar árið 1982 eignaðist Gunnar Þór Ólafsson í Reykjavík netabátinn sem nú hét Þröstur ÍS-222. Aðeins átta dögum síðar var Þröstur seldur Bergi sf. í Hafnafrið og hélt áfram sama nafni en fékk stafina HF-51.

Fékk Þröstur síðan stafina KE-51 árið 1984 þegar Brynjólfur hf. og Agnar Smári Einarsson í Innri Njarðvík keypti bátinn, en Agnar Smári var einn eigandi Þrastar frá 1989. Einar Þ. Magnússon í Keflavík keypti síðan netabátinn árið 1991 og fékk hann nafnið Ósk KE-5.

Ósk varð síðan að Þórunni GK og er nú Maron GK gerður út af félagi Hólmgríms Sigvaldasonar, Maron ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »