Átta til tólf tonn af stórufsa í holi

Ísfiskitogarinn Helga María AK náði ágætum stórufsa við Eldeyjarbanka í …
Ísfiskitogarinn Helga María AK náði ágætum stórufsa við Eldeyjarbanka í síðustu viku. Veiðin er heldur tregari nú. Ljósmynd/Brim

Óvænt náði togarinn Helga María AK stórufsa í miklu magni á Eldeyjarbanka í síðustu viku eftir að slíkur fiskur hafði ekki sést svo vikum skipti. „Við vorum að fá átta til tólf tonn af fimm til sjö kílóa ufsa í holi en yfirleitt toguðum við í tvo og hálfan og upp í fjóra og hálfan tíma í senn,“ segir Heimir Guðbjörnsson skipstjóri í færslu á vef Brims.

„Ég held að menn gerðu margt vitlausra en að grennslast fyrir um það með örmerkjum hvaðan stórufsinn kemur,“ segir Heimir.

Túrinn sem um ræðir hófst á Eldeyjarbanka og Fjöllunum. „Þar var þorskur, karfi og ýsa en stórufsinn var ekki mættur að ráði. Við fengum um tonn af ufsa á tímann en fréttir bárust þá af ágætri þorsk- og ýsuveiði með ufsa í bland á Tánni og Selvogsbankanum. Við fórum því þangað og fengum upp í þrjú tonn af stórufsa í holi með þorskinum og ýsunni. Þetta var þó skammgóður vermir og við hrökkluðumst í burtu í 20 m/sek og nístingsfrosti,” segir Heimir.

Bárust þá fréttir af góðri stórufsaveiði á Eldeyjarbankanum og var veiðin afburða góð eins og fyrr segir. „Þessi hrota er búin í bili en við bíðum rólegir eftir næstu gusu.“

Veiðin tregari nú

Rætt var við skipstjórann í gær en þá var skipið búið að landa og komið á veiðar á Belgableyðu, sunnan við Eldeyjarbanka. „Við erum á öðru holi og ufsaveiðin hefur tregast til muna. Við erum að fá um eitt tonn af stórufsa á togtímann og ætlum að halda okkur á þessum slóðum í von um að ufsaaflinn glæðist aftur.”

„Þetta verður stuttur túr hjá okkur. Við eigum að vera í höfn í Reykjavík snemma á föstudagsmorgun en það þýðir að við getum verið að veiðum næstu tvo sólarhringana. Það er hægara í dag en í langan tíma og vindurinn á enn að ganga niður á morgun,“ segir Heimir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »