Kristrún leiðir nýjan haftengdan fjárfestingasjóð

Kristrún Auður Viðarsdóttir er framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf.
Kristrún Auður Viðarsdóttir er framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf. Ljósmynd/Aðsend

Íslandssjóðir hafa stofnað sjóð sem fjárfestir í haftengdri starfsemi undir merkjum IS Haf fjárfestingar slhf. og er stærð sjóðsins 10 milljárðar króna. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru íslenskir lífeyrissjóðir ásamt Brim hf. og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. sem er kjölfestufjárfestir í sjóðnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Kristrún Auður Viðarsdóttir er framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf. en fjárfestingaráð sjóðsins er skipað fagaðilum úr greininni með breiðan bakgrunn og víðtæka reynslu úr rekstri útgerða, fiskeldis, haftengdri tækni og sjálfbærnismálum.

„Aðgengi að fjárfestingum í sjávarútvegi hefur í gegnum tíðina verið takmarkað. Sjóðurinn opnar aðgengi fyrir lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að hröðum vexti í haftengdri starfsemi. Sjóðurinn sem er 10 milljarðar að stærð er með aukinn slagkraft þar sem fjárfestum sjóðsins verður boðið að meðfjárfesta (co-invest) samhliða sjóðnum í einstökum fjárfestingarverkefnum. Samsetning fjárfestingarteymis sjóðsins, fjárfestingaráðs og hluthafahóps hans tryggir að greining fjárfestingatækifæra, öflun og úrvinnsla er unnin af kostgæfni,“ segir í tilkynnignunni.

Vakin er athygli á að Ísland sé leiðandi á heimsvísu í sjávarútvegi á sviði tækniþróunar, sjálfbærni og arðsemi fiskveiða og það skýrist af fjárfestingu og nýsköpun í fiskveiðum og vinnslu síðastliðnu áratugi. Þá sé fuknýting afurða hér á landi einsdæmi og mikil tækifæri sögð liggja í þeim rannsóknum og þekkingu sem býr að baki nýsköpunar í sjávarlíftækni.

Vinnslulínur hafa breyst mikið á undanförnum árum.
Vinnslulínur hafa breyst mikið á undanförnum árum. LJósmynd/Marel

Að mestu í óskráðum félögum

Sjóðurinn mun dreifa fjárfestingum í fimm flokka, allt frá útgerðum og fiskeldi yfir í hátækni, innviðauppbyggingu, markaðssetningu og sjávarlíftækni.

Þá liggur fyrir ráðgjafasamningur milli Íslandssjóða, rekstraraðila sjóðsins og Útgerðarfélags Reykjavíkur sem kemur að öflun fjárfestingatækifæra og segir í tilkynningunni að fjárfest verður að mestu í óskráðum félögum á Íslandi eða félögum sem hafa tengingu við Ísland. Fjárfestingartímabil sjóðsins er 4 ár og heildarlíftími sjóðsins er níu til ellefu ár.

Fram kemur að sjóðurinn mun „leitast við að vera áhrifafjárfestir og styðja við vöxt og framþróun þeirra félaga sem fjárfest verður í og leggur sjóðurinn sterka áherslu á að hafa mælanleg áhrif á þætti sem varða umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS þætti) fyrirtækjanna.“

Árifin veruleg

„Haftengd starfsemi á Íslandi er í hröðum vexti og tækifæri til aukins útflutnings mikil. Áhrif sjóðsins á þann vöxt verða veruleg þar sem um fjárfestingagetu upp á 30-50 milljarða er að ræða þegar tekið er tillit til meðfjárfestinga. Þörf er á að auka samlegð og ná fram frekari stærðarhagkvæmni auk þess að tryggja yfirfærslu á þekkingu meðal fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Áfram er öflugt samspil sjávarútvegs- og tæknifyrirtækja forsenda fyrir forskoti Íslands í verðmætasköpun og vexti í greininni,” segir Kristrún Auður, í tilkynningunni.

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. Ljósmynd/Aðsend

„Útgerðarfélag Reykjavíkur telur að gríðarleg tækifæri verði til staðar fyrir íslenskan sjávarútveg á næstu árum. Hafsjór tækifæra fyrir lykilatvinnuveg þjóðarinnar kallar á mikið fjármagn til að styðja við vöxt og nýtingu mögulegra tækifæra. Án fjármagns mun okkur Íslendingum ekki takast að virkja alla þá möguleika sem eru í boði. Sjóðurinn mun verða í lykilhlutverki við að brúa bilið milli fjármagns og vaxtatækifæra okkar allra,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.24 514,53 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.24 606,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.24 350,86 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.24 184,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.24 265,83 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.24 292,76 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.24 201,41 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.11.24 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Ýsa 1.933 kg
Þorskur 1.247 kg
Langa 823 kg
Samtals 4.003 kg
30.11.24 Sigurbjörg ÁR 67 Botnvarpa
Ýsa 16.844 kg
Karfi 498 kg
Steinbítur 275 kg
Hlýri 234 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 17.859 kg
29.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.476 kg
Þorskur 946 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 3.501 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.24 514,53 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.24 606,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.24 350,86 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.24 184,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.24 265,83 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.24 292,76 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.24 201,41 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.11.24 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Ýsa 1.933 kg
Þorskur 1.247 kg
Langa 823 kg
Samtals 4.003 kg
30.11.24 Sigurbjörg ÁR 67 Botnvarpa
Ýsa 16.844 kg
Karfi 498 kg
Steinbítur 275 kg
Hlýri 234 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 17.859 kg
29.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.476 kg
Þorskur 946 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 3.501 kg

Skoða allar landanir »