Vilja geta fært 25% uppsjávarheimilda milli ára

Á makrílmiðunum í Smugunni. Uppsjávarútgerðirnar vilja heimild til að færa …
Á makrílmiðunum í Smugunni. Uppsjávarútgerðirnar vilja heimild til að færa allt að fjórðung heimilda milli fiskveiðiára. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) vilja að lögbundið hámark tilfærslu veiðiheimilda í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld milli fiskveiðiára verði 25% en ekki þau 15% sem lagt er til í frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mælti fyrir á Alþingi í síðasta mánuði.

Í umsögn við frumvarpið, sem í meginatriðum snýr að afnámi tegundatilfærslu deilistofna í botnfiski, segir SFS mikla hagsmuni í húfi fyrir sjávarútveginn og Ísland þar sem enn er ósamið um hlutdeild Íslands í þessum stofnum.

Útbreiðsla kolmunna, makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna, makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is

Til þessa hefur heimildin til flutnings heimilda milli fiskveiðiára almennt verið 10% og er breytingin á gildandi lögum í greinargerð frumvarpsins sögð til þess fallin að „styrkja lagagrundvöll slíkrar ráðstöfunar en einnig að mæla fyrir um hámark flutnings“.

SFS telur ekki rétt að hafa sömu 15% viðmið fyrri deilistofna uppsjávarfisks eins og í tilfelli botnfisktegunda þar sem eðlismunur sé á veiðunum.

„Hefðbundnar botnfiskveiðar eru stundaðar allt árið um kring meðan veiðar á uppsjávartegundum eru vertíðarbundnar og háðar bæði göngumynstri og ótal öðrum ytri þáttum. […] Erfiðleikar við að ná góðum afla stafa þannig meðal annars af miklum breytileika í göngumynstri og torfumyndun, m.a. vegna breytileika í hafstraumum og hitafari frá ári til árs, sem oft kallar á mikla og kostnaðarsama leit og getur haft í för með sér takmarkaðan veiðanleika á tímabilum enda þótt um mikið magn kunni engu að síðar að vera að ræða, bæði almennt og á Íslandsmiðum.“

Hagsmunir Íslands undir

Bendir SFS einnig á að þessir þrír uppsjávarstofnar sem um ræðir „hrygna í og við lögsögu Bretlandseyja og meginlands Evrópu og halda sig á þeim slóðum og í Barentshafi að mestu leyti, nema á sumrin þegar þeir leggjast í fæðugöngur vestur í haf.“

Fæðugöngur þessara tegunda eru í styttri kantinum þegar stofnar eru litlir en þeir leita mun lengra þegar stórir árgangar koma inn í stofninn, einnig langt inn á Íslandsmið. Hér við land étur síðan fiskurinn mikið magn af átu úr íslenska vistkerfinu.

„Þessi viðvera er hluti þess sem liggur til grundvallar viðræðum um rétt Íslands til hlutdeildar. Þegar hins vegar uppsjávarstofnar eru í niðursveiflu þá ganga þeir aðeins skamma leið til hafs í fæðuleit og þá ekki í neinum verulegum mæli yfir á Íslandsmið. Þess í stað dregst útbreiðsla þeirra saman og einskorðast við hafsvæðin í austri,“ segir í umsögninni.

Þá segir að „krafa Íslands til réttmæts hluta veiða í samningum við önnur strandríki byggir einkum á veiðireynslu, veiðimöguleikum og viðveru viðkomandi stofns í íslenskri lögsögu. Gerð hefur verið krafa til tiltekins hlutar í samningaviðræðum strandríkja og þeirri kröfu hefur síðan verið fylgt eftir með árangursríkum veiðum. Á þessu byggjast hagsmunir Íslands. Af þessu leiðir að mótleikir annarra strandríkja gegn hagsmunum Íslands felast í því að halda á lofti hverjum þeim sjónarmiðum, andmælum og aðgerðum sem eru til þess fallnar að hamla veiðum Íslendinga“.

Þetta var uppi á teningnum á síðasta ári er talsmenn sumra norskra útgerða drógu í efa réttmæti markílveiða Íslendinga á grundvelli þess hve illa gekk að ná aflanum og hve lítið fékkst í íslenskri lögsögu. Þá biðlaði SFS til matvælaráðherra um að heimila færslu allt að 30% af heimildum í makríl milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka