Bergur og Vestmannaey í góðu fiskiríi

Losað úr pokanum niður í móttöku á Vestmannaey VE. Góð …
Losað úr pokanum niður í móttöku á Vestmannaey VE. Góð veiði hefur verið að undanförnu. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

„Það er bókstaflega ekkert mál að fá ýsu og þorsk en það þarf að hafa meira fyrir öðrum tegundum,“ segir Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergi VE í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Bergur og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum miðvikudag í síðustu viku og héldu um leið á miðin á ný. Veiðin gekk fram úr björtustu vonum og lönduðu ísfisktogararnir á ný fullferi síðastliðinn sunnudag. Í báðum túrum var mest af ýsu og þorski, en nokkuð um kola í þeim fyrri og ufsa í þeim seinni.

„Í fyrri túrnum vorum við á Víkinni og Ingólfshöfða og þar fékkst dálítið af kola. Í seinni túrnum vorum við hinsvegar í Háadýpi og á Pétursey og þá fékkst töluvert af ufsa sem var fagnaðarefni. Það getur enginn kvartað undan aflabrögðunum og það tekur einn og hálfan til tvo sólarhringa að fylla skip eins og okkar,“ segir Jón í færslunni.

Bergur VE.
Bergur VE. Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason

Bergur hélt á miðin eftir löndun á sunnudag og var á mánudag kominn á Víkina þar sem Jón segir að hafi verið „glimrandi fiskiríi. Hér fæst ýsa og þorskur og það er hinn fallegasti fiskur.“

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, kveðst ekki síður ánægður með aflabrögðin. „Við höfum gert fína túra að undanförnu og vorum þá helst að veiða á Pétursey og í Háadýpinu. Það eina sem hefur reynst erfitt er að blanda aflann eins og við viljum. Núna fórum við út á sunnudagskvöld og lentum í fínu fiskiríi en nú er komið vitlaust veður þannig að við verðum að færa okkur vestureftir. Okkur líkar bölvanlega þegar brælir svona, það teygir á túrnum og þyngir skapið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 497,07 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 259,27 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 233,08 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,45 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.964 kg
Þorskur 1.488 kg
Skarkoli 380 kg
Langlúra 177 kg
Sandkoli 73 kg
Skrápflúra 16 kg
Karfi 12 kg
Steinbítur 10 kg
Hlýri 10 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 9.137 kg
18.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.147 kg
Ýsa 463 kg
Hlýri 21 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.642 kg
18.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 627 kg
Þorskur 495 kg
Keila 115 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 497,07 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 259,27 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 233,08 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,45 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 6.964 kg
Þorskur 1.488 kg
Skarkoli 380 kg
Langlúra 177 kg
Sandkoli 73 kg
Skrápflúra 16 kg
Karfi 12 kg
Steinbítur 10 kg
Hlýri 10 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 9.137 kg
18.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.147 kg
Ýsa 463 kg
Hlýri 21 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 2.642 kg
18.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 627 kg
Þorskur 495 kg
Keila 115 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.249 kg

Skoða allar landanir »