Rýmingar tefja loðnuvinnslu

Verksmiðjurnar voru báðar rýmdar í gærmorgun og þá voru eftir …
Verksmiðjurnar voru báðar rýmdar í gærmorgun og þá voru eftir 900 tonn til vinnslu hjá verksmiðjunni í Neskaupstað og tæp 1.000 tonn hjá verksmiðjunni á Seyðisfirði. Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson

Tæp tvö þúsund tonn voru eftir til vinnslu hjá verksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði þegar rýma þurfti vinnustaðina í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. 

Á vef Síldarvinnslunnar, þar sem frá þessu er greint, kemur fram að síðasta loðnulöndun í Neskaupstað, þar sem 900 tonn eru eftir til vinnslu, hafi verið úr grænlenska skipinu Polar Ammassak á laugardag og sú loðna hafi farið til hrognavinnslu. 

Á Seyðisfirði, þar sem þúsund tonn eru eftir til vinnslu, var síðasta löndunin á sunnudag. Eftir að ákveðið var að rýma voru báðar verksmiðjurnar keyrðar niður með lágmarksstarfsmannafjölda í samráði við Veðurstofu Íslands.

Haft er eftir Geir Sigurpáli Hlöðverssyni, rekstrarstjóra fiskiðjuversins í Neskaupstað, að allri vinnslu hafi verið lokið í fiskiðjuverinu í Neskaupstað áður en snjóflóðahættan skapaðist. „Við lukum frystingu á loðnuhrognum aðfaranótt sunnudags og það var lokið við að þrífa á sunnudagsmorgun þannig að enginn var að störfum í fiskiðjuverinu þegar hættuástandið skapaðist,“ er haft eftir honum.

Þá er haft eftir Ómari Bogasyni, rekstrarstjóra frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði að ákveðið hafi verið að afboða starfsfólk frystihússins í gærmorgun áður en tilkynning um rýmingu barst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »