Kynntu breytta tillögu um auðlindaskatt á eldi

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs (til hægri), kynnti tillögu um …
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs (til hægri), kynnti tillögu um nýja skattlagningu sjókvíaeldis ásamt Trygve Slagsvold Vedum fjármálaráðherra. Ljósmynd/Regjeringen

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma til móts við víðtæk mótmæli gegn tillögu sinni um skattlagningu sjókvíaeldis við Noregsstrendur og hefur gert töluverðar breytingar á fyrirhugaðri skattlagningu.

Tillaga stjórnvalda var kynnt á blaðamannafundi í gærmorgun og kom þar fram að skatturinn, svokölluð grunnleiga, yrði 35 prósent í stað þeirra 40 sem boðað var síðastliðið haust.

Jafnframt er lagt til að tekinn verði upp framleiðslugjald sem nemur 90 norskum aurum á kíló, jafnvirði um 11,9 íslenskra króna, samhliða því að auðlindagjald verður lagt af.

Þá vilja norsk stjórnvöld að eldisfyrirtækin fá 70 milljóna norskra króna skattleysismörk, um 925 milljónir íslenskra króna.

Leggja til verðlagsnefnd

Í upphaflegri tillögu gerðu norsk yfirvöld ráð fyrir að skattlagningin myndi vera á grundvelli meðalverðs samkvæmt skráningu laxvísitölu Nasdaq, en nú vill ríkisstjórnin koma á fót sjálfstæðri verðlagsnefnd. Vegna skattlagningar ársins 2023 verður stuðst við innri verðlagningu laxeldisfyrirtækjanna.

Þá verður veittur afsláttur vegna fjárfestinga sem áttu sér stað fyrir 1. janúar 2023 í gegnum afskriftir.

Sveitarfélög fá stærra hlutfall af tekjum vegna skattheimtunnar en lagt var upp með og er lagt til að þau fái 55 prósent af framleiðslunni í stað þeirra 40 sem gert var ráð fyrir síðastliðið haust. Auk þess verður hlutur þeirra í fiskeldissjóði (Havbruksfondet) hækkaður úr 12,5 prósentum í 20.

Áætlað var að upphafleg tillaga myndi skila norska ríkinu 3,65 til 3,8 milljörðum norskra króna eða í kringum 50 milljarða íslenskra króna. Ríkisstjórnin hefur ekki birt áætlaðar tekjur af skattheimtunni eftir breytingarnar og segir tekjurnar sveiflast frá ári til árs.

Tvöfalt hærra en gefið var upp

Þrátt fyrir að tillagan hafi tekið breytingum hafa laxeldisfyrirtækin norsku lýst vonbrigðum með tillögu norsku ríkisstjórnarinnar og eru vísbendingar um að heildar skattheimtan muni nema um 8,8 milljörðum norskra króna sem er helmingi meira en gert var ráð fyrir í upphaflegri greiningu stjórnvalda, að því er fram kemur í umfjöllun E24.

Upphafleg áætlun norska fjármálaráðuneytisins byggði á uppgjöri fyrirtækjanna 2021 og skattaupplýsingum ársins 2020. Aðstæður hafa hins vegar breyst á mörkuðum, bæði með tilliti til afurðaverðs en einnig rekstrarkostnaðar.

Geir-Ove Ystmark, framkvæmdastjóri samtaka norskra framleiðenda sjávarafurða (Sjømat Norge).
Geir-Ove Ystmark, framkvæmdastjóri samtaka norskra framleiðenda sjávarafurða (Sjømat Norge). Ljósmynd/Sjømat Norge

„Við erum vonsvikin yfir því að þau skuli ekki hlusta. Við höfum áhyggjur af því að þau sjái ekki afleiðingar eigin stefnu. Í aðdraganda kynningarinnar höfum við séð fjárfestingar í laxeldisgreininni minnka, að þær séu settar á bið eða hætt við. Það er ekkert af því sem kynnt hefur verið sem mun örva fjárfestingarlöngunina,“ segir Geir-Ove Ystmark, framkvæmdastjóri Sjømat Norge samtaka framleiðenda sjávarfangs í Noregi.

Hlutabréf flestra laxeldisfyrirtækja tóku snarpa dýfu við tíðindin í gær en náðu sér á strik fyrir lokun markaða í gær.

Málið er nú í höndum norska Stórþingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »