Síldarvinnslan skoðar kaup í félagi Samherja

Ice Fresh Seafood hefur sinnt sölu og markaðsteningu afurða Samherja …
Ice Fresh Seafood hefur sinnt sölu og markaðsteningu afurða Samherja um árabil. Síldarvinnslan skoðar nú kaup á helmingshlut í sölufélaginu. Ljósmynd/Samherji/Þorgeir Baldursson

Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Samherja hf. um kaup á helmingshlut í sölufélaginu Ice Fresh Seafood ehf., að því er fram kemur í tilkynningu Síldarvinnslunnar til kauphallarinnar í dag.

„Telur stjórnin það rökrétt framhald af vexti og auknum umsvifum Síldarvinnslunnar hf. á síðustu árum, m.a. með kaupum á Vísi hf., að kanna frekari möguleika á því að  styrkja sölu- og markaðsmál félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Ice Fresh Seafood ehf. er að fullu í eigu Samherja hf. sem er eigandi að 30,06% hlut í Síldarvinnslunni hf. Þá segir að vegna þessa hafi stjórnarformaður Síldarvinnslunnar hf., Þorsteinn Már Baldvinsson, sem er jafnframt forstjóri Samherja hf., ekki tekið þátt í meðferð málsins og ákvörðun innan stjórnar Síldarvinnslunnar hf.

Ice Fresh Seafood ehf. hefur um langt skeið verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu sjávarafurða frá Íslandi og hefur meðal annars annast sölu hluta afurða Síldarvinnslunnar og Vísis á undanförnum árum. Sölunet fyrirtækisins nær til yfir 60 ríkja og er þar að finna áratuga þekkingu og viðskiptasambönd á helstu mörkuðum fyrir íslenskt sjávarfang.

Þá segir að lokum í tilkynningunni að gerð verði nánari grein fyrir efni og niðurstöðum fyrirhugaðra viðræðna og viðskipta um leið og slíkar upplýsingar liggja fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »