Togarinn fær nafnið Hulda Björnsdóttir

Nýsmíði Þorbjarnar hf. fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK í höfuðið …
Nýsmíði Þorbjarnar hf. fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK í höfuðið á einum stofnendum félagsins. Samsett mynd

Nýr tog­ari Þor­bjarn­ar hf. sem er í smíðum hjá Armon í Gijón á Spáni fær nafnið Hulda Björns­dótt­ir GK-11, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á Face­book-síðu út­gerðar­inn­ar. Hulda var ein af stofn­end­um fé­lags­ins árið 1953, en lést árið 2008. Þann 1. apríl síðastliðinn hefði hún orðið 92 ára.

Hulda stofnaði Þor­björn hf. ásamt eig­in­manni sín­um, Tóm­asi Þor­valds­syni, en Þor­björn ger­ir þegar út tog­ara sem ber nafn hans, Tóm­as Þor­valds­son GK-10. Mun því brátt sinn hvor tog­ar­inn bera nafn þeirra hjóna.

Togarinn Hulda Björnsdóttir GK-11 verður hinn glsæilegasti.
Tog­ar­inn Hulda Björns­dótt­ir GK-11 verður hinn glsæi­leg­asti. Mynd/Þ​or­björn hf.

Fyrsta ný­smíðin frá 1967

Þor­björn hf. til­kynnti í mars á síðasta ári að fé­lagið hefði gert samn­ing við skipa­smíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löng­um og 13,6 metra breiðum ís­fisk­tog­ara. Sam­kvæmt áætl­un­um er gert ráð fyr­ir að smíði tog­ar­ans ljúki á fyrri hluta árs­ins 2024.

Um er að ræða fyrstu ný­smíðina sem Þor­björn ræðst í frá ár­inu 1967, en frá þeim tíma hef­ur fjöldi skipa komið við sögu út­gerðar­inn­ar, annað hvort vegna sam­ein­ing­ar við aðrar út­gerðir eða vegna kaupa á notuðum skip­um.

Í gegn­um tíðina hafa verið gerðar um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á eldri skip­um og þeim meðal ann­ars breytt úr upp­sjáv­ar­skip­um í línu­skip og ís­fisk­tog­ur­um í frysti­skip. Þá hef­ur fyr­ir­tækið á und­an­förn­um árum tekið þrjú línu­skip og tvo frysti­tog­ara úr rekstri og í stað þeirra fest kaup á frysti­tog­ara frá Græn­landi og ís­fisk­tog­ara frá Vest­manna­eyj­um.

Áhersla á minni orku­notk­un

Sæv­ar Birg­is­son, skipa­tækni­fræðing­ur hjá Verk­fræðistof­unni Skipa­sýn ehf., hannaði Huldu Björns­dótt­ur GK í sam­starfi við starfs­menn Þor­bjarn­ar.

Við hönn­un skips­ins hef­ur verið lögð rík áhersla á að draga úr orku­notk­un. Aðal­vél skips­ins sem verður um 2400 KW mun knýja skrúfu sem verður 5 metr­ar í þver­mál. Stærð og snún­ings­hraði skrúf­unn­ar verður minni en áður hef­ur þekkst í eldri fiski­skip­um af sam­bæri­legri stærð. Skipið verður þess vegna sér­lega spar­neytið og því í hópi spar­neytn­ustu skipa í þess­um flokki.  Þá verður skipið búið til veiða með tveim­ur botn­vörp­um sam­tím­is og tog­vind­urn­ar knún­ar raf­magni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »