Áskell ÞH sviptur leyfi vegna brottkasts

Togarinn Áskell ÞH hefur verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur …
Togarinn Áskell ÞH hefur verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Ljósmynd/Gjögur ehf.

Fiskistofa hefur svipt togaran Áskel ÞH-48 sem Gjögur gerir út leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórtán daga frá og með 1. maí næstkomandi vegna brottkasts á 74 fiskum á aðeins 48 mínútum sem Fiskistofa segir vera „meiriháttar“ brot gegn lögum um stjórn fiskveiða.

Landheglgisgæsla Íslands hefur þegar kært brotin til lögreglustjórans á Suðurnesjum og óskað eftir því að þau verði tekin til rannsóknar sem sakamál hjá embættinu.

Þetta má lesa úr ákvörðun stofnunarinnar og hefur hún verið birt á vef hennar.

Þar segir að veiðieftirlitsmaður Fiskistofu hafi verið 29. ágúst síðastliðinn um borð í varðskipi Landhelgisgæslu Íslands úti fyrir Vestfjörðum að sinna sameiginlegu eftirlitsverkefni þessara stofanana. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi þá flogið ómönnuðu loftfari yfir Vestfjarðarmiðum og meðal ananrs fylgst með veiðum Áskels.

„Í myndbandinu sést að áhöfn skipsins var nýbúin að hífa trollið um borð, sem var fullt af fiski, og aðgerð hafin á veiddum afla. Var myndavél loftfarsins beint að lúgu (lensport) neðarlega á stjórnborðssíðu fiskiskipsins. Á myndbandinu sést .egar allt að sjötíu og fjórir (74) fiskar […] koma út um lúguna með þeim afleiðingum að hann féll aftur í sjóinn,“ segir um málsatvikin.

Eftirlitið með veiðum var stýrt frá varðskipi.
Eftirlitið með veiðum var stýrt frá varðskipi. mbl.is/Árni Sæberg

Af færibandi í sjóinn

Ekki sést hvernig fiskurinn ratar af þilfari og út um lensportið þar sem fiskiskipið er yfirbyggt og fór því eftirlitsmaður Fiskistofu um borð í skipið 14. febrúar síðastliðinn.

„Við rannsókn um borð kom í ljós að veiddur afli kemur niður í móttökuna í gegnum tvær móttökulúgur á vinnsludekki. Fiskurinn rennur úr þeim eftir færiböndum að blóðgunar- og flokkunarbandi. Þar er fiskur blóðgaður og er fiskurinn síðan settur yfir í þvottavél fyrir blóðgaðan fisk sem staðsett er á móti blóðgunar-/flokkunarbandi. Sé fiskur ekki fjarlægður af framangreindu færibandi endar hann annað hvort ofaní stálröri og þaðan út í sjó eða á öðru bandi sem liggur niður í lest […]. Við enda færibandsins er loki/hlið sem stýrir því hvort aflinn endar ofan í framangreindu röri epa renni beint niður í lest,“ segir í ákvörðuninni,

Þá er bent á að hvergi séu til staðar grindur eða ristar sem geta komið í veg fyrir að fiskur fari út um umrætt stólrör og í sjóinn.

Ásetningur óljós

Fiskistofa telur það „ógerning“ að leggja mat á það hvort fiskum hafi verið fleygt frá borði af ásetningi eða vegna gáleysis þar sem Áskell ÞH er yfirbyggður. „Það kemur ekki að sök þar sem brotin teljast fullframin hvort sem það er af ásetningi eða gáleysi.“

Þá bendir Fiskistofa á að undir eru mikilvægir almannahagsmunir. „Góð umgengni um nytjastofna sjávar er þýðingarmikil í því skyni að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti“ og það um sinn tryggir „til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 612,42 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 406,34 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 302,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 303,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,12 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 612,42 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 682,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 406,34 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 302,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 303,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,12 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bárður SH 81 Þorskfisknet
Þorskur 14.633 kg
Samtals 14.633 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »