Björn Leví Óskarsson
Tinna Gilbertsdóttir hefur verið sölustjóri frosinna afurða hjá Iceland Seafood í rúman áratug. Fjölmargar áskoranir fylgja starfinu og fækkaði þeim ekki þegar ólöglegt landvinningastríð Rússa hófst í Úrkaínu fyrir ári síðan.
„Við erum alla daga að kaupa og selja uppsjávar- og sjófrystiafurðir út um allan heim og það er mikið magn sem við erum að ryðja á undan okkur. Við erum alltaf með alla anga úti,“ segir hún.
Rætt er við Tinnu um stöðuna á mörkuðum í blaði 200 mílna.
Austur-Evrópa er mikilvægt markaðssvæði fyrir afurðir Iceland Seafood. Tinna segir að í gegnum tíðina hafi þetta verið stór markaður, sér í lagi fyrir uppsjávarafurðir, og Úkraína er þar stærsta landið eftir að það lokaðist fyrir innflutning íslenskra sjávarafurða til Rússlands. En hömlur hafa verið á viðskiptum við Rússland frá árinu 2014, eftir innlimun Krímskaga. Eftir að Rússar réðust svo inn í febrúar í fyrra hafa áskoranirnar aukist mikið.
„Við töldum að með þessu stríði sem braust út í fyrra myndi þetta meira og minna bara lokast. Við vorum mjög svartsýn á hvernig þetta yrði, en þetta er búið að ganga ótrúlega smurt fyrir sig. Það sýnir kannski svolítið fram á seigluna í Úkraínumönnum sem þjóð að þeir ætla bara að halda áfram.“ Tinna segir svo að það hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum að koma vörum til landsins.
„Við erum að vinna mjög þétt með úkraínskum kaupendum, sem eru með vinnslur,“ og bætir við að reynt hafi mikið á aðfangakeðjustjórnun og geymslupláss, færri trukkar fara inn í landið í einu og það þarf að skipuleggja sig vel með kaupendunum.
„Við þurfum stöðugt að endurmeta stöðuna hverju sinni eftir því hvernig ástandið er. Við erum að selja á mismunandi svæði í Úkraínu og þau eru mismunandi stríðshrjáð. Það eru einhverjir af okkar kaupendum á svæðum sem eru mjög illa farin, en þetta hefur samt einhvern veginn gengið ótrúlega smurt.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |