Mikill fjöldi tækifæra á sviði haftengdrar starfsemi varð til þess að stofnaður var nýverið sérstakur fjárfestingarsjóður undir merkjum IS Haf fjárfestingar slhf. og er stærð sjóðsins 10 milljarðar króna. Markmiðið er að vera hreyfiafl til aukinnar verðmætasköpunar. Fram undan eru mjög spennandi tímar að sögn Kristrúnar Auðar Viðarsdóttur framkvæmdastjóra sjóðsins.
Hún bendir í síðasta blaði 200 mílna meðal annars á að skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í maí 2021 hafi gefið til kynna að útflutningsverðmæti sjávarafurða gæti vaxið ört á komandi árum.
Í skýrslunni var bent á að útflutningsvirði framleiðslu í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum gæti aukist í um 440 milljarða króna árið 2025 og í 615 milljarða árið 2030 og að virði framleiðslunnar árið 2030 yrði þannig 85% meira en virði framleiðslunnar árið 2019.
„Til þess að hægt sé að ná þessari aukningu þarf fjármagn inn í greinina. Þetta undirstrikar það að það þarf svona sjóð sem setur sérstaka áherslu á haftengda starfsemi til að styðja við félög sem til að mynda anna ekki eftirspurn og geta vaxið hratt en vantar aðkomu fjárfesta til að skala upp framleiðslu og stækka starfsemina,“ segir Kristrún. Kveðst hún mjög spennt fyrir framhaldinu enda séu sóknarfæri víða og þróunin ör á flestum sviðum, hvort sem um ræðir líftækni tengda fullnýtingu afurða, fiskeldi, haftengda hátækni eða hefðbundnar veiðar og vinnslu.
Tólf hluthafar sjóðsins: