Skipstjóri norska fiskveiðiskipsins, sem staðið var að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögu Íslands í fyrrinótt, gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt. Landhelgisgæslan lítur málið mjög alvarlegum augum en það er nú til rannsóknar.
„Svona mál enda yfirleitt með sektum. Þá er það skipstjórinn sem er sektaður. Það fer sinn vanagang í dómskerfinu. Þetta eru sektir sem geta hlaupið á hundruðum þúsunda eða milljónum í alvarlegustu tilfellunum,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar.
Hann segir að fjareftirlitskerfi sem efld hafa verið til muna á síðustu árum hafi gert gæslunni kleift að fylgjast með skipinu.
„Það er alvarlegt ef skip eru á veiðum innan þessara bannsvæða. Þau eru ekki skilgreind sem bannsvæði nema rík ástæða sé til. Það er mikilvægt að við getum fylgst vel með því sem er í gangi innan efnahagslögsögunnar,“ segir Ásgeir.
Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun.
„Það er ekki algengt að þetta gerist en kemur þó fyrir. Þannig að við lítum þetta alvarlegum augum,“ segir Ásgeir.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 209,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 773 kg |
Þorskur | 257 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 7 kg |
Sandkoli | 6 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 1.092 kg |
22.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 44 kg |
Þorskur | 23 kg |
Karfi | 12 kg |
Ýsa | 7 kg |
Samtals | 86 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 209,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 773 kg |
Þorskur | 257 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 7 kg |
Sandkoli | 6 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 1.092 kg |
22.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 44 kg |
Þorskur | 23 kg |
Karfi | 12 kg |
Ýsa | 7 kg |
Samtals | 86 kg |