Friðrik Mar Guðmundsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, hefur ákveðið að láta af störfum með haustinu eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnum félaganna.
Þar segir að nokkuð sé síðan Friðrik hafi tekið þessa ákvörðun en hann tilkynnti hana stjórnarformönnum Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Stjórnir fyrirtækjanna hafa fundað um málið og þakka Friðriki kærlega fyrir störf sín. Friðrik mun áfram starfa hjá fyrirtækjunum fram á haustið meðan leitað verður að eftirmanni hans, að því er segir í tilkynningu.
„Rekstur Loðnuvinnslunnar hefur gengið vel undir stjórn Friðriks. Eigið fé félagsins hefur fimmfaldast síðustu 9 ár, farið úr 3 milljörðum í 15 milljarða, og hefur hagnaður verið samtals 13 milljarðar.
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga á 83% hlut í Loðnuvinnslunni og 350 af 750 íbúum bæjarins eru félagar í Kaupfélaginu. Ákvarðanir um starfsemi Loðnuvinnslunnar eru ávallt teknar með það fyrir augum að þær gagnist heimabyggð og eignarhaldið gerir það nær ómögulegt að selja fiskveiðiheimildir í hagnaðarskyni frá byggðarlaginu,“ segir enn fremur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.2.25 | 611,77 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.2.25 | 624,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.2.25 | 413,36 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.2.25 | 337,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.2.25 | 275,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.2.25 | 265,60 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.2.25 | 167,81 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.2.25 | 611,77 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.2.25 | 624,56 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.2.25 | 413,36 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.2.25 | 337,16 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.2.25 | 275,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.2.25 | 265,60 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.2.25 | 167,81 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |