Telja íslenskan sjávarútveg spilltan

Viðhorf almennings til íslensks sjávarútvegs er heldur neikvætt um þessar …
Viðhorf almennings til íslensks sjávarútvegs er heldur neikvætt um þessar mundir. Þá er samt einhugur um mikilvægi greinarinnar fyrir íslensk efnahagslíf. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Íslendingar eru flestir ósáttir við fiskveiðistjórnunarkerfið, telja íslenskan sjávarútveg spilltan og skapi verðmæti fyrir of fáa. Samt telur afgerandi meirihluti fiskveiðar jafn mikilvægar fyrir efnahag landsins og áður fyrr, en engu að síður lenda umbætur á sviði sjávarútvegsmála neðst á lista flestra þegar forgangsraðað er eftir málaflokkum.

Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála.

Aðeins 22,4% þjóðarinnar kveðst mjög- eða frekar sátt með fiskveiðistjórnunarkerfið hér á landi en 56,6% hennar er mjög- eða frekar ósátt með kerfið. Ef litið er til landshluta eru flestir sem eru „mjög ósáttir“ búsettir í Reykjavík en 35,8% þeirra veittu svar þess efnis. Þá sögðust  14,9% íbúa á Norðurlandi vestra vera „mjög sáttir“ með fiskveiðistjórnunarkerfið og er það hæsta hlutfall sem svaraði þannig á landinu.

Íslendingar virðast ekki sáttir með fiskveiðistjórnunarkerfið en flestir eru sammála …
Íslendingar virðast ekki sáttir með fiskveiðistjórnunarkerfið en flestir eru sammála um að staða íslensks sjávarútvegs á heimsvísu sé góð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Athygli vekur að þeir svarendur sem sjálfir lýsa því að þeir hafi litla þekkingu á sjávarútvegi segjast mest ósáttir en 59,4% þeirra sögðust frekar- eða mjög ósáttir með fiskveiðistjórnunarkerfið. Það er þó ekki mikið meiri óánægja en meðal þeirra sem sögðust hvorki hafa mikla né litla þekkingu en 57,3% þeirra kváðust vera ósáttir og 53,4% þeirra sem sögðust hafa mikla þekkingu.

Fram kemur að 77,8% landsmanna telji að staða íslensks sjávarútvegs sé góð á heimsvísu, en 60,3% telja opinbera umræðu um sjávarútveg á Íslandi vera neikvæða.

Skipar enn mikilvægan sess

Könnunin var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið og á að nýtast í stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar og er ætlað að veita skýrar vísbendingar um viðhorf almennings til aðskilinna þátta íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Svarendur í könnuninni voru 1.133 og var úrtakið lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til að samsetning þjóðarinnar yrði sem best endurspegluð.

Spurt var um fjölda þátta og benda niðurstöður, sem hafa verið birtar á vef stjórnarráðsins, til þess að stór hluti landsmanna telja greinina spillta. Á sjö stiga mælikvarða þar sem 1 er spilltur og 7 er heiðarlegur svara 36,7% svarenda að sjávarútvegurinn er á stigi 1 og yfir 68% segja greinina á bilinu 1 til 3.

Á eins mælikvarða yfir það hvort sjávarútvegurinn skapar verðmæti fyrir fáa (1) eða fyrir flesta (7) svara 35% þátttakenda 1 og 65% svara á bilinu 1 til 3.

Þá segjast 58,3% vera sammála eða mjög sammála því að fiskveiðar séu jafn mikilvægar fyrir efnahag Íslands og áður fyrr. Meirihluti íbúa allra landshluta og aldurshópa eru sammála um mikilvægi fiskveiða en í Reykjavík sögðust 32,4% vera þessu ósammála og er það hæsta hlutfall íbúa allara landshluta.

Heilbrigðiskerfið mikilvægast

Þegar svarendur voru beðnir um að raða sex kerfum – heilbrigðiskerfi, sjávarútvegsmálum, samgöngukerfi, velferðarkerfi, menntakerfi og landbúnaðarkerfi – eftir því hvar sé talin mest þörf á umbótum svaraði afgerandi meirihluti (66,8%) heilbrigðiskerfið. Aðeins 9,6% setti sjávarútveginn í fyrsta sæti.

Í annað sæti settu 8,4% sjávarútvegsmál, 11,9% í þriðja, 11,2% í fjórða 20,8% í fimmta og 38,9% í sjötta. Öll önnur mál voru að meðaltali röðuð hærra en sjávarútvegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »