Háafell lætur smíða nýjan fóðurpramma

Háafell hefur undirritað samning um smíði nýs fóðurpramma fyrir félagið.
Háafell hefur undirritað samning um smíði nýs fóðurpramma fyrir félagið. Mynd/Háafell

Háafell, sem stundar fiskeldi á Vestfjörðum, hefur ákveðið að láta smíða nýjan fóðurpramma og hefur undirritað samning þess efnis við JT Electric í Færeyjum. Um er að ræða tengiltvinnpramma búinn nýjustu vatnsfóðrunartækni sem gerir hann sparneytnari og ekki síst umhverfisvænni.

Í tilkynningu frá Háafelli segir að nýi pramminn verði staðsettur á nýju svæði Háafells í Kofradýpi, en fyrir á félagið fóðurprammann Ögurnes sem staðsettur er við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi.

Hinn nýi prammi er sagður þola verulega ölduhæð. „HS stuðullinn er 5,5 m sem þýðir að pramminn á að þola allt að 11 metra háa öldu, en auk þess er stefni framan á prammanum sem gerir það að verkum að hann fer betur í sjónum.“

Þá mun pramminn geta borið 480 tonn af fóðri fulllestaður, auk þess sem er 5 tonna síló fyrir hrognkelsafóður. Burðargetan er þó sögð töluvert meiri þar sem sérstaklega var gætt að stöðugleika í tengslum við ísingu. Öll kerfi um borð eru fullsjálfvirk og hægt að fjarstýra þeim frá landi.

Áætlanir gera ráð fyrir afhendingu nýs pramma þegar í ágúst næstkomandi.

Nýi prammi Háafells verður hinn glæsilegasti.
Nýi prammi Háafells verður hinn glæsilegasti. Mynd/Háafell

Sagður umhverfisvænni

„Áhersla var lögð á að pramminn væri umhverfisvænn, bæði í orkubúskap og rekstri. Til dæmis er pramminn búinn bæði spenni til þess að geta tekið við rafmagni úr landi en einnig batterí kerfi, svokölluðu hybrid kerfi sem hægt er að nota þar sem landtengingar eru ekki mögulegar.  Þegar hybrid kerfið er notað knýr batterí öll kerfin um borð, en ljósavélin er nýtt til þess að hlaða inn á batteríin. Með þessu má stytta keyrslutíma ljósavélanna úr sólahringskeyrslu niður í aðeins tvær til fjórar klukkustundir á sólarhring. Þessi ráðstöfun stórbætir ekki bara orkunýtni heldur dregur einnig úr eldsneytisnotkun, lækkar kolefnislosun og hávaðamengun,“ segir í tilkynningunni.

Athygli vekur að pramminn er búinn sjóinntaki sem hægt er að nýta til vatnsfóðrunar, en það felur í sér að fóðrinu er dælt með sjó í stað þess að því sé blásið. Kostirnir við vatnsfóðrun eru sagðir vera mun minni orkunotkun þar sem aðeins þarf litlar dælur til að fleyta sjónum með fóðrinu og minna slit á rörunum, en nú slitna rörin yfir tíma vegna viðnáms fóðursins við rörin þegar því er blásið.

Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, segir að nýr fóðurprammi sem félagið …
Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, segir að nýr fóðurprammi sem félagið hefur ákveðið að láta smíða sé skref í átt að sjáfbærum rekstri. Ljósmynd/Háafell

„Með kaupum á þessum pramma erum við aftur að stíga stór skref í átt að sjálfbærari rekstri þar sem pramminn verður bæði með landtengingar möguleika og með hybrid kerfi með öflugu batteríi. Þessu til viðbótar er það afar gleðilegt skref að pramminn sé tilbúin undir vatnsfóðrun og munum við fylgjast grannt með þróuninni í þeim efnum og byrja að nota þann möguleika um leið og færi gefst,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells.

„Við erum stolt af þessari nýju hönnun sem við höfum unnið að síðustu sex mánuði. Starfsfólk okkar hefur unnið náið með Háafelli að hönnun á þessum pramma, þar sem sérstakt tillit hefur verið tekið til krefjandi aðstæðna á Vestfjörðum,“ segir Suni Justinussen, forstjóri JT electric.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »