Meta næstu skref í björguninni

Stórflutningaskipið, Wilson Skaw, strandaði á Húnaflóa í dag.
Stórflutningaskipið, Wilson Skaw, strandaði á Húnaflóa í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Þyrlan er komin á staðinn og verið er að meta aðstæður á vettvangi, skoða hvort hugsanlega sé mengun til staðar á svæðinu og svo framvegis. Síðan verður varðskipið Freyja komið þarna um kvöldmatarleytið.“

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar en norska stórflutningaskipið, Wilson Skaw, strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa á leið sinni frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur í dag.

Engar upplýsingar um skemmdir eða leka

Hann segir fara vel um skipverja en að næstu klukkustundir komi til með að fara í að meta hver næstu skref í björguninni verða.

„Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um skemmdir eða að leki sé kominn að skipinu en eins og ég segi, þá er verið að meta það í þessum töluðu orðum,“ segir Ásgeir.

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur gert Um­hverf­is­stofn­un viðvart um strandið.

Varðskipið Freyja verður komið á strandstað um kvöldmatarleytið.
Varðskipið Freyja verður komið á strandstað um kvöldmatarleytið. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ekki sjáanleg mengun eins og er

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé í startholunum. Hún segir að vettvangsstjóri Umhverfisstofnunar vinni nú með Landhelgisgæslunni.

„Það er ekki sjáanleg mengun eins og er en ef aðstæður versna þá förum við í aðgerðarstjórnun og þá tekur annað viðbragðsstig við.“

Fyrsta viðbragð björgun mannslífa

Sigrún segir fyrsta viðbragð í svona málum náttúrulega vera björgun mannslífa og vonar að það sé hægt að losa skipið af strandstað.

„Síðast þegar við vorum í svona strandverkefni hér fyrir sunnan leysti [varðskipið] Freyja það vel af hólmi, sem var glæsilegt, og nú vonar maður það sama eða að það losni af sjálfsdáðum,“ segir Sigrún og heldur áfram.

„Svo þarf að fara yfir hvers lags olía er í skipinu, hversu mikil og hvernig aðstæður eru í náttúrunni í kring.“

Uppfært klukkan 16.35:

Myndskeið frá áhöfn Landhelgisgæslunnar:

Uppfært klukkan 22.47:

Í fréttaflutningi af málinu í dag var stórflutningaskipið, Wilson Skaw, fyrir misskilning sagt vera áburðarflutningaskip. Hið rétta er að skipið er stórflutningaskip sem í þessari siglingu var að flytja salt á milli hafna. Það hefur nú verið leiðrétt.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landghelgisgæslunnar, segir fara vel um skipverja en …
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landghelgisgæslunnar, segir fara vel um skipverja en að næstu klukkustundir komi til með að fara í að meta hver næstu skref í björguninni verða. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Land­helg­is­gæsl­an hef­ur gert Um­hverf­is­stofn­un viðvart um strandið en ekki fengið …
Land­helg­is­gæsl­an hef­ur gert Um­hverf­is­stofn­un viðvart um strandið en ekki fengið neinar upplýsingar um skemmdir eða að leki sé kominn að skipinu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 574,04 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 461,66 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 574,04 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 461,66 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »